Home Fréttir Í fréttum Hlemmur mun gjörbreytast

Hlemmur mun gjörbreytast

70
0
Hlemmur framtíðar. Tölvumynd/Mandaworks og DL

Reykja­vík­ur­borg hef­ur til­kynnt að nú stytt­ist í útboð og fram­kvæmd­ir á fyrsta áfanga á Hlemmi ásamt Rauðar­ár­stíg, frá Bríet­ar­túni að Hverf­is­götu. Reykja­vík­ur­borg og Veit­ur hyggj­ast kynna og upp­lýsa borg­ar­búa og hags­munaaðila um næstu skref.

<>

Reykja­vík­ur­borg efndi í lok árs 2017 til hug­mynda­leit­ar Hlemmsvæðis­ins. Þrem­ur arki­tekta­stof­um var boðið að taka þátt í verk­efn­inu, sem fólst í því að ímynda sér Hlemm framtíðar­inn­ar.

At­hygli vakti að í öll­um þrem­ur til­lög­un­um var ekki gert ráð fyr­ir akstri bíla niður Lauga­veg við Hlemm, eins og verið hafði í ára­tugi. Stræt­is­vögn­um og borg­ar­línu verður beint niður Hverf­is­götu og Lauga­veg í sérrými gegn­um nýtt torgsvæði norðan Hlemms.

Hönn­un­ar­til­lög­ur Mandaworks í Svíþjóð og DLD – Dagný Land Design urðu fyr­ir val­inu árið 2018 og unn­in var áfram­hald­andi hönn­un á Hlemmi. Yrki arki­tekt­ar unnu deili­skipu­lag að svæðinu í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg og hönnuði svæðis­ins.

Snák­ur fyrst­ur á svæðið

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Reykja­vík­ur­borg­ar að breyt­ing­in nái til lóða og al­menn­ings­rýma sem eru í eigu borg­ar­inn­ar. Stækka á Hlemm­torg með því að breyta um­ferð um svæðið.

„Til­gang­ur breyt­inga er að ná utan um fram­kvæmda­svæðið sem fylgdi breyt­ing­um á gatna­mót­um Borg­ar­túns við Snorra­braut og fram­leng­ingu hjóla­stíga yfir Sæ­braut,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Það sem er á döf­inni á ár­inu 2022 er kafli á Lauga­vegi, svo­kallaður snák­ur, sem mynd­ar af­markað svæði með gróðri, setsvæðum, hjóla­stæði og óform­leg­um leik­rým­um. Fyrsti áfang­inn, sem verður fram­kvæmd­ur í sum­ar, nær frá Snorra­braut að hús­horn­inu til móts við Hlemm Mat­höll.

„Stál­p­rófíll sem rís og hníg­ur er leiðandi þátt­ur á þess­um kafla en í hon­um er einnig fal­in óbein lýs­ing á völd­um svæðum og af­mark­ar hann þjón­ustu­leiðir í götu­rým­inu. Yf­ir­borð snáks­ins er myndað með nátt­úru­steini, en leiðin þjón­ar einnig hlut­verki blágrænna of­an­vatns­lausna. Sól­ar­meg­in á Lauga­veg­in­um er gert ráð fyr­ir að veit­ingastaðir geti vaxið út í göngu­rýmið,“ seg­ir í lýs­ingu á verk­efn­inu.

Setu­svæði og leik­tæki

Rauðar­ár­stíg­ur frá Grett­is­götu að Hlemmi er sól­rík gata og í til­lög­unni er gert ráð fyr­ir setsvæðum og leik­mögu­leik­um í átt að torgsvæðinu. Lít­il hesta­hjörð stefni að torg­inu en það eru hreyf­an­leg­ir abstrakt hest­ar sem mynda m.a set- og leik­svæði. Veit­inga- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki geti einnig vaxið út í göngu­rýmið, eins og það er orðað.

VSÓ ráðgjöf, í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg, hannaði yf­ir­borðs- og gatna­hönn­un fyr­ir Rauðar­ár­stíg, norður af Hlemmi. Svæðið er hannað sem vist­gata, er í ein­um fleti og allt rýmið verður hellu­lagt.

Meðal breyt­inga má nefna:

• Gatna­mót við Bríet­ar­tún verða upp­hækkuð og akst­urs­rými af­markað með lág­um kant­steini.

• Rauðar­ár­stíg­ur verður lokaður til suðurs við Gasstöðina og með snún­ings­haus fyr­ir fólks­bíla í botni göt­unn­ar.

• Meðfram húsaröð við Rauðar­ár­stíg er aðkomu­svæði íbúðar­hús­anna þar sem út­færa má í sam­ráði við hús­eig­end­ur rampa að inn­gangi. Við jaðar bygg­ing­anna er gert ráð fyr­ir grænu gróður­svæði að hluta sem skapi mjúka ásýnd og geti orðið dval­ar­svæði fyr­ir íbú­ana. Bekk­ir og klakk­ar af­marka svæðið næst hús­un­um.

• Götu­tré verða gróður­sett í trjárist meðfram göt­unni og regn­beð með fjöl­breytt­um gróðri.

• Lýs­ing í göt­unni verður með 4-5 metra háum miðborg­ar­lömp­um. Götu­gögn, s.s. bekk­ir og hjóla­grind­ur, verða í sam­ræmi við götu­gagna­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar.

• Næst torgsvæðinu og Hlemmi verður komið fyr­ir stæðum fyr­ir hreyfi­hamlaða.

Heimild: Mbl.is