Home Fréttir Í fréttum Sam­ein­ast und­ir merkj­um Mal­bik­stöðv­ar­inn­ar

Sam­ein­ast und­ir merkj­um Mal­bik­stöðv­ar­inn­ar

208
0
Vilhjálmur Þór Matthíasson, eigandi Malbikstöðvarinnar. Mynd/Aðsend

„Við getum framleitt allt að 60 prósent af malbikinu með endurunnu efni og þannig er kolefnissporið lágmarkað til muna,“ segir eigandi Malbikstöðvarinnar.

<>

Fagverk verktakar, Malbik og völtun og Malbikstöðin, hafa sameinast undir merkjum síðastnefnda fyrirtækisins en þau eru öll í eigu sama aðila, Vilhjálms Þórs Matthíassonar. Sameiningin er liður í uppbyggingu og aukningu markaðshlutdeildar á malbiksmarkaðnum en hið sameinaða fyrirtæki, Malbikstöðin, framleiðir malbik og leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Eftir sameininguna erum við samkeppnishæfari, en hún gerir okkur kleift að vinna sem ein heild með ákveðið markmið að leiðarljósi, sem er að halda áfram að vanda til verka við framleiðslu og lagningu á malbiki,“ segir Vilhjálmur Þór Matthíasson, eigandi Malbikstöðvarinnar.

Höfuðstöðvar Malbikstöðvarinnar eru að Esjumelum í Reykjavík og hefur mikil uppbygging átt sér stað hjá fyrirtækinu síðastliðna áratugi.

„Allur okkar tækjabúnaður er fyrsta flokks og það á við allt frá undirbúningi við framleiðsluna til lagningar malbiksins. Við getum framleitt allt að 60 prósent af malbikinu með endurunnu efni og þannig er kolefnissporið lágmarkað til muna,“ segir hann.

Heimild: Frettabladid.is