Home Fréttir Í fréttum Vilja kaupa eign á 460 milljónir vegna Borgarlínu

Vilja kaupa eign á 460 milljónir vegna Borgarlínu

181
0
Knarrarvogur 2. mbl.is/Unnur Karen

Óskað var eft­ir því á fundi borg­ar­ráðs í morg­un að samþykkt yrðu kaup á fast­eign í Knarr­ar­vogi 2 fyr­ir 460 millj­ón­ir króna til niðurrifs til að rýma fyr­ir Borg­ar­línu.

<>

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn greiddi at­kvæði gegn kaup­un­um og var málið því ekki af­greitt á fundi borg­ar­ráðs í morg­un, en fer þess í stað til borg­ar­stjórn­ar á þriðju­dag.

Fram kem­ur í bók­un Sjálf­stæðis­flokks­ins vegna máls­ins að fjár­fest­ing­in sé ekki á fjár­hag­sætl­un borg­ar­inn­ar. Þá skjóti það skökku við að Reykja­vík verji hálf­um millj­arði af skatt­fé borg­ar­búa í kaup­in, þar sem mál­efni Borg­ar­línu séu í sér­stöku fé­lagi sem heit­ir Betri sam­göng­ur ohf.

Í grein­ar­gerð vegna kaup­anna, sem lögð var fyr­ir borg­ar­ráð, kem­ur þó fram að gert verði ráð fyr­ir kaup­un­um inn­an gild­andi fjár­fest­ingarætl­un­ar.

Lóðar­hafi og eig­andi fast­eigna í Knarr­ar­vogi 2 er Nýja sendi­bíla­stöðin hf. og hef­ur hlut­hafa­fund­ur fé­lags­ins samþykkt kauptil­boð borg­ar­inn­ar, að fram kem­ur í grein­ar­gerðinni.

Til­boðið meira en 100 millj­ón­um yfir verðmati

„Þetta kom okk­ur veru­lega á óvart. Þetta kom inn á dag­skrá borg­ar­ráðs í morg­un, en þetta hef­ur ekk­ert verið rætt og er ekki á fjár­hags­áætl­un,“ seg­ir Eyþór Arn­alds odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is.

„Þarna er borg­in að kaupa fyr­ir hálf­an millj­arð hús­næði á yf­ir­verði, en samt sem áður er fé­lag sem á að sjá um þetta sem heit­ir Betri sam­göng­ur,“ bæt­ir hann við.

Reykja­vík­ur­borg tel­ur nausyn­legt að eign­ast fast­eign­irn­ar til að greiða leið Borg­ar­línu. Teikn­ing/​Borg­ar­lín­an

Vís­ar Eyþór til þess að sam­kvæmt verðmati tveggja fast­eigna­sala er áætlað sölu­verð eign­ar­inn­ar tölu­vert lægra en það kauptil­boð sem Reykja­vík­ur­borg hef­ur gert nú­ver­andi eig­end­um. En það hljóðar upp á 460 millj­ón­ir, líkt og áður sagði. Sam­kvæmt verðmati er sölu­verð eign­ar­inn­ar hins veg­ar á bil­inu 330 til 345 millj­ón­ir.

Nauðsyn­legt að eign­ast fast­eign­irn­ar

Í grein­ar­gerðinni seg­ir að samn­ingat­eymi Reykja­vík­ur og lóðar­hafa og land­eig­enda vegna Borg­ar­línu hafi verið í viðræðum við eig­end­ur fast­eigna að Knarr­ar­vogi 2 og Suður­lands­braut 75 með það að mark­miði að Borg­ar­lína kom­ist leiðar sinn­ar óháð ann­arri um­ferð.

Nú­ver­andi hug­mynd­ir geri ráð fyr­ir því að Borg­ar­lína liggi á milli lóða við Sæv­ar­höfða og þaðan yfir í Voga­byggð á svæði við Knarr­ar­vog 2. Til að tryggja þá aðkomu sé talið nauðsyn­legt að Reykja­vík­ur­borg eign­ist þær fast­eign­ir sem standa á lóð Knarr­ar­vogs.

„Maður hef­ur séð að það er fara gríðarleg­ur pen­ing­ur í und­ir­bún­ing á borg­ar­línu á meðan strætó hef­ur haft úr minna að moða. Síðan er verið að bæta í hálf­um millj­arði á ein­um morg­un­fundi,“ seg­ir Eyþór.

Heimild: Mbl.is