
Aðeins eitt tilboð barst Fljótsdalshreppi vegna byggingar þjónustuhúss við Hengifoss en það reyndist 43 prósent yfir kostnaðaráætlun.
Fyrirtækið Austurbygg átti tilboðið sem um ræðir en það hljóðaði upp á rúmar 258 milljónir króna.
Það 43 prósent hærra en kostnaðaráætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir sem var tæp 181 milljón króna í verkefnið.
Vonir stóðu til að bygging hússins gæti hafist snemma á þessu ári og það yrði jafnvel vígt áður en aðal ferðamannatíminn gengur í garð í sumar.
Sveitarstjórn hafnaði ekki tilboðinu formlega heldur leitar nú leiða í samvinnu við bjóðanda um að lækka kostnaðinn með hagræðingu.
Heimild: Austurfrett.is