Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Benedikt tók skóflustunguna fyrir eldi Samherja

Benedikt tók skóflustunguna fyrir eldi Samherja

222
0
Benedikt Kristjánsson tekur fyrstu skóflustunguna að stækkun Silfurstjarnarinnar. Ljósmynd/Samherji

Verk­leg­ar fram­kvæmd­ir við stækk­un land­eld­is­stöðvar Fisk­eld­is Sam­herja í Öxarf­irði, Silf­ur­stjörn­unn­ar, hóf­ust í síðustu viku og féll það í hlut Bene­dikts Kristjáns­son­ar að taka fyrstu skóflu­stung­una, en hann sá um bygg­ingu henn­ar 1998 og var fram­kvæmda­stjóri henn­ar um ára­bil.

<>

Stjórn Sam­herja fisk­eld­is ehf. ákvað á síðasta ári að stækka land­eld­is­stöðina um helm­ing og er stefnt að því að fram­leiðslan verði um þrjú þúsund tonn af laxi á ári hverju. Áætlaður kostnaður við fram­kvæmd­ina er um ein og hálf­ur millj­arður króna.

„Byggð verða fimm ný ker sem verða um helm­ingi stærri að um­fangi en stærstu ker­in sem fyr­ir eru. Auka þarf sjó­töku, byggja hreinsimann­virki, stoðkerfi og koma fyr­ir ýms­um tækja­búnaði,“ seg­ir í færslu á vef Sam­herja.

Stækk­un­in mun hafa í för með sér ýmsa nýj­unga svo sem að prófa nýj­ar aðferðir og nýt­ingu stærri ein­inga. Reynsl­an mun nýt­ast við skipu­lagn­ingu og upp­bygg­ingu 40.000 tonna lax­eld­is­stöð fyr­ir­tæk­is­ins á Reykja­nesi.

Silf­ur­stjarn­an. Neðst á mynd­inni til vinstri er graf­an sem notuð var til að taka fyrstu skóflu­stung­una. Ljós­mynd/​Sam­herji

Stærsti vinnu­veit­and­inn í Öxarf­irði

„Já, sann­ar­lega. Silf­ur­stjarn­an er stærsti vinnu­veit­and­inn í Öxarf­irði fyr­ir utan sjálft sveit­ar­fé­lagið. Með þess­ari stækk­un fjölg­ar starfs­fólki og þjón­ustu aðilar fá auk­in verk­efni. Þessi starf­semi styrk­ir svæðið svo um mun­ar sem mat­væla­hérað enda eru aðstæður frá nátt­úr­unn­ar hendi ákjós­an­leg­ar. Ég hef starfað hérna frá upp­hafi og þess vegna fylgst ágæt­lega með rekstr­in­um. Héðan fara viku­lega milli 20 tog 30 tonn af laxi og með stækk­un aukast um­svif­in veru­lega. Ég er því full til­hlökk­un­ar,“ seg­ir Olga Gísla­dótt­ir, vinnslu­stjóri slát­ur­húss Silf­ur­stjörn­unn­ar, í færsl­unni.

Olga Gísla­dótt­ir. Ljós­mynd/​Sam­herji

Þá seg­ir eld­is­stjór­inn Thom­as Helmig aðstæður til land­eld­is í Öxarf­irði mjög góðar. „Silf­ur­stjarn­an er á marg­an hátt kom­in til ára sinna og með þess­ari miklu stækk­un er verið að nú­tíma­væða starf­sem­ina, auk þess sem þessi rekstr­arein­ing verður hag­kvæm­ari. Við höf­um beðið þess­ar­ar stund­ar lengi og þetta er spenn­andi og lær­dóms­ríkt verk­efni. Sjálf­virkn­in verður ansi mik­il, enda hef­ur tækn­inni fleygt fram á und­an­förn­um árum.“

„Um­svif­in vegna stækk­un­ar­inn­ar verða mik­il á næstu mánuðum og gangi allt eft­ir verða nýju ker­in tek­in í notk­un næsta haust. Það eru því að renna upp nýir tím­ar í rekstri Silf­ur­stjörn­unn­ar og með þess­um fjár­freku fram­kvæmd­um styrk­ist starfs­ör­yggið, þannig að við erum öll spennt fyr­ir þess­um fram­kvæmd­um,“ seg­ir Thom­as.

Thom­as Helmig. Ljós­mynd/​Sam­herji

Heimild: Mbl.is