Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdum í Laugardalshöll ljúki í ágúst

Framkvæmdum í Laugardalshöll ljúki í ágúst

266
0
Steinnull undir gólfinu dró í sig gífurlegt magn af vatni í lekanum Fréttablaðið/Stefán

Birgir Bárðarson, framkvæmdarstjóri Laugardalshallarinnar, reiknar með því að framkvæmdum í höllinni verði lokið undir lok ágústmánaðar ef allt gengur eftir. Þetta sagði Birgir í samtali við Fréttablaðið í dag.

<>

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur áhyggjur af því hve endurbætur og viðgerðir á Laugardalshöllinni hafa dregist síðan að vatnstjón varð í höllinni í nóvember árið 2020.

Þetta kemur fram í bréfi frá sambandinu til Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir menningar-, íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar á 68. fundi þess í síðustu viku.

Í bréfinu sem ÍBR sendi inn til Reykjavíkurborgar segir meðal annars: ,,Rúmt ár er liðið frá því að Höllinni var lokað í kjölfar vatnstjóns og enn sér ekki fyrir endann á viðgerðunum.

” Þá vildi stjórn ÍBR minna á mikilvægi Laugardalshallarinnar fyrir börn og ungmenni í íþróttastarfi íþróttafélaganna Ármanns og Þróttar. Með bréfinu vill stjórn ÍBR hvetja Reykjavíkurborg til dáða í að hraða framkvæmdum eins og nokkur kostur er.

Birgir Bárðarson, framkvæmdarstjóri Laugardalshallar, segir framkvæmdir hefjast að nýju í Laugardalshöllinni í byrjun næstu viku. ,,Í síðustu viku voru opnuð tilboð í raflagnir og þar var tekið tilboði frá lægstbjóðanda.

Hann byrjar sitt verk 7. febrúar og á að vera búinn með það um miðjan maí. Svo tekur við parketlögn sem ætti að vera lokið í lok ágúst,” sagði Birgir í samtali við Fréttablaðið í dag.

Bólusetningar hafa ekki sett strik í reikninginn
Stór hluti íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur gegn Covid-19 sjúkdómnum í Laugardalshöllinni undanfarið ár. Að sögn Birgis hafa bólusetningar í Laugardalshöllinni ekki haft áhrif á framkvæmdir.

,,Engin frestun hefur orðið á framkvæmdum vegna bólusetninga, tafir á framkvæmdum hafa allar orðið vegna kærumála sem fóru í gang. Bólusetningarnar njóta góðs af því sem og þjóðin í heild sinni.”

Til stendur að bólusetningar færi sig um set innan Laugardalshallarinnar eftir vikuna. ,,Bólusetningarnar munu eftir þessa viku færast úr sal Laugardalshallarinnar fram í anddyri, þegar að bólusetningu barna er lokið,” sagði Birgir Bárðason, framkvæmdarstjóri Laugardalshallarinnar í samtali við Fréttablaðið í dag.

Stórir hópar fólks hafa verið bólusettir í Laugardalshöll undanfarna mánuði Fréttablaðið/Ernir

Rúmt ár liðið frá tjóni
Vatnstjónið varð um miðjan nóvember í fyrra þegar heitavatnslögn brast um miðja nótt. Lekinn uppgötvaðist ekki fyrr en mörgum klukkustundum eftir að hann hófst eða um morguninn. Grindin undir gólfinu, er um 50 ára gömul, og steinull undir verið þar jafn lengi. Ullin dró í sig gífurlega mikið magn af vatninu svo ljóst varð að gólfið var gjörónýtt.

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í janúar árið 2021 að leggja til 140 milljónir króna til endurnýjunar á gólfinu sjálfu í Laugardalshöllinni og þá var ákveðið að leggja til 90 milljónir króna í að endurnýja lýsinguna í höllinni.

Heimild: Frettabladid.is