Home Fréttir Í fréttum Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu

Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu

606
0
Svæðið séð úr lofti. REYKJAVÍKURBORG.

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst.

<>

Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku.

Vísir greindi frá hugmyndum um mikla uppbyggingu á KR-svæðinu árið 2017 og hefur málið verið í vinnslu í töluverðan tíma.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Flyðrugranda í norðaustri, Kaplaskjólsvegi í suðaustri, Frostaskjóli í suðvestri og íbúðarbyggð við Fjöru- og Boðagranda í norðvestri. Umrætt svæði verður breytt úr hreinu íþróttasvæði í svæði með íbúðir og þjónustu á jaðrinum en það eykur fjölbreytni.

Svæðið séð úr lofti.
REYKJAVÍKURBORG

Tillagan sem nú á að auglýsa gerir ráð fyrir að fjölnota íþróttahús verði reist á miðju svæðisins. Þá verður reistur nýr aðalkeppnisvöllur sem verður snúið um níutíu gráður miðað við núverandi völl.

Einnig er gert ráð fyrir að núverandi íþróttahús verði fjarlægt og nýtt byggt í staðinn. Við Flyðrugranda og Kaplaskjólsveg er reiknað með byggingum fyrir þjónustu, bílastæði og íbúðum á sér lóð.

Miklar breytingar eru í farvatninu.
REYKJAVÍKURBORG.

Heildarstærð nýbygginga verða um 51 þúsund fermeter en áætlað er að byggingar sem fylla í 2.600 fermetra verði fjarlægðar en núverandi byggigar sem áfram standa verða 5.565 fermetrar. Alls er áætlað að geildarstærð mannvirkja verður um 56.525 fermetrar.

Heimild: Visir.is