Nýja list- og verkgreinaálman í Blönduskóla er að verða tilbúin og verður byrjað að kenna í henni næstkomandi mánudag.
Á facebooksíðu Blönduskóla kemur fram að byrjað verði að kenna myndmennt og heimilisfræði í nýju álmunni en að líklega taki það alveg fram á vor að koma henni almennilega í gagnið.

Starfsfólk skólans er að springa úr spenningi yfir því að framkvæmdum sé að ljúka.
„Við erum alveg að springa úr spenningi.“ „Þetta er alveg að hafast,“ segir á facebooksíðu Blönduskóla og að nú sé verið að ákveða hvar best sé að hafa hlutina og merkja skúffur og skápa.

Það gangi hraðar fyrir sig þegar margir hjálpist að en bæði nemendur og starfsfólk hefur verið duglegt við að aðstoða við flutningana.
Heimild: Huni.is