Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdum að ljúka við nýja list- og verkgreinaálmu Blönduskóla

Framkvæmdum að ljúka við nýja list- og verkgreinaálmu Blönduskóla

165
0
Úr nýju list- og verkgreinaálmunni. Mynd: FB/Blönduskóli

Nýja list- og verkgreinaálman í Blönduskóla er að verða tilbúin og verður byrjað að kenna í henni næstkomandi mánudag.

<>

Á facebooksíðu Blönduskóla kemur fram að byrjað verði að kenna myndmennt og heimilisfræði í nýju álmunni en að líklega taki það alveg fram á vor að koma henni almennilega í gagnið.

Mynd: FB/Blönduskóli

Starfsfólk skólans er að springa úr spenningi yfir því að framkvæmdum sé að ljúka.

„Við erum alveg að springa úr spenningi.“ „Þetta er alveg að hafast,“ segir á facebooksíðu Blönduskóla og að nú sé verið að ákveða hvar best sé að hafa hlutina og merkja skúffur og skápa.

Mynd: FB/Blönduskóli

Það gangi hraðar fyrir sig þegar margir hjálpist að en bæði nemendur og starfsfólk hefur verið duglegt við að aðstoða við flutningana.

Heimild: Huni.is