Home Fréttir Í fréttum Stefnan var afhent ólögráða dreng

Stefnan var afhent ólögráða dreng

184
0
Jónas Þórir Jónasson hjá Knoll og Tott ehf. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það hef­ur eng­inn getað sagt mér hvort það var lög­legt að birta ólögráða syni mín­um stefnu sýslu­manns vegna gjaldþrota­skipta á einka­hluta­fé­lagi mínu. All­ir sem ég hef spurt eru þó sam­mála um að það hafi verið siðlaust,“ seg­ir Jón­as Þór Jónas­son, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Knoll og Tott ehf. Fyr­ir­tækið var tekið til gjaldþrota­skipta 15. des­em­ber en þau felld niður 10. janú­ar.

<>

„Bréfið var birt syni mín­um á heim­ili mínu en hann lagði það frá sér og bréfið týnd­ist. Ég sá það aldrei. Þegar ég fékk hring­ingu frá skipta­stjóra heyrði hann að ég kom af fjöll­um,“ seg­ir Jón­as. Hann kveðst hafa skuldað líf­eyr­is­sjóði iðgjöld og verið bú­inn að fá ít­rek­un­ar­bréf vegna 380 þúsund króna skuld­ar við sjóðinn.

„Ég var alltaf að bíða eft­ir stórri greiðslu, eins og geng­ur og ger­ist í þeirri starf­semi sem ég er í, viðhaldi og viðgerðum fast­eigna. Það hef­ur hægst á greiðslum í þessu Covid-ástandi. Ég ákvað að láta annað ganga fyr­ir og gerði upp við und­ir­verk­taka og birgja, hugsaði með mér að líf­eyr­is­sjóður­inn ætti meiri sjóði en þeir. Það væri þá frek­ar hægt að semja við hann. Ef ég hefði vitað að málið væri komið þetta langt hefði ég reynt að semja um skuld­ina eða bara borgað.“

Skipta­stjór­inn áttaði sig á stöðunni, sem Jón­as seg­ir að sé ekki sjálf­gefið. Hon­um þykir óeðli­legt að líf­eyr­is­sjóður geti kné­sett fé­lag í rekstri fyr­ir ekki hærri skuld. „Mér finnst að það þurfi að vera eitt­hvert lág­mark skulda til að það sé hægt að skella öllu í lás og loka fyr­ir­tæki,“ seg­ir hann.

„Við feng­um Covid um jól­in meðan þetta gekk allt á. Þá slekk­ur Sím­inn á net­inu hjá fyr­ir­tæk­inu. Ég var að reyna að vinna í reikn­ing­um og hringdi í Sím­ann. Þá var mér sagt að fyr­ir­tækið væri gjaldþrota og búið að loka á viðskipt­in. Ég spurði hvort hægt væri að gera rétt­hafa­breyt­ingu og var sagt að skipta­stjóri þyrfti að ganga í það. Þegar fyr­ir­tækið fór aft­ur í gang kom netteng­ing­in aft­ur, en ég var rukkaður um tíma­bilið sem hún var lokuð! Ég þakka fyr­ir að þurfa ekki að standa í svona alla daga,“ seg­ir Jón­as. Hann er þakk­lát­ur skipta­stjóra og héraðsdómi fyr­ir góð vinnu­brögð.

Heimild: Mbl.is