Home Fréttir Í fréttum Rúmur ára­tugur í Súða­víkur­göng sam­kvæmt á­ætlunum

Rúmur ára­tugur í Súða­víkur­göng sam­kvæmt á­ætlunum

203
0
Elstu jarðgöng fyrir bílaumferð á Íslandi eru örstutt göng í gegnum Arnarneshamar á Súðavíkurvegi sem gerð voru árið 1949. Miðað við núgildandi áætlanir gæti biðin eftir að göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur verði að veruleika dregist allt til ársins 2040 eða lengur. VÍSIR/VILHELM

Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn.

<>

Þolinmæði íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjaðrar og Súðavíkur er að bresta. Mikið er um grjóthrun og snjóflóð á veginum á milli þessarra staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs.

Sigurður Ingi Jóhannsson stefnir á stofnun félags um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd.
VÍSIR/VIILHELM

Málið kom til umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi á fimmtudag þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði stefnt að því að þessi göng færu í næstu samgönguáætlun sem tekur við af þeirri sem rennur út árið 2034.

Hvenær sérðu að það sé hægt að byrja að grafa þarna á næstu árum?

„Ég þori ekki að fullyrða það. Vegagerðin hefur verið að vinna ítarlega jarðgangaáætlun. Þeim kostum sem hafa verið upp á borðum. Síðan þurfum við að setjast yfir það við nýja samgönguáætlun og þingið í forgangsröðun,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt þeim áætlunum sem nú væru uppi verði næstu göng á Austfjörðum og þau verða bæði stór og dýr.

GRAFÍK/RAGNAR VISAGE

Þar á eftir kæmu göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar samkvæmt jarðgangáætlun Vegagerðarinnar. Stefnan er að á hverjum tíma verði unnið að gerð einnra jarðganga.

Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi í gær þar sem gert er ráð fyrir að Súðavíkurgöng verði færð inn í núgildandi samgönguáætlun, enda þoli göngin ekki bið. Innviðaráðherra er hins vegar aðskoða að stofna opinbert félag utan um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd þannig að hægt yrði að vinna að gerð fleiri ganga en einnra í einu.

„Þar sem við getum þá fjármagnað það í einhvers konar samvinnuleið með fleiri aðilum. Og borgað til baka með einhvers konar gjaldtöku,“segir Sigurður Ingi Jóhannsson.

Heimild: Visir.is