Home Fréttir Í fréttum Ísafjörður: Skeið ehf vill byggja 40-50 íbúðir á næstu fjórum árum

Ísafjörður: Skeið ehf vill byggja 40-50 íbúðir á næstu fjórum árum

232
0
Skeið olíulódir Ísafjörður

Fyrirtækin Skeið ehf og Vestfirskir verktakar ehf hafa óskað eftir því við Ísafjarðarbæ að fá úthlutað sex lóðum á Ísafirði fyrir byggingu fjölbýlishúsa, þ.e. 40-50 íbúðir og áforma að byggja íbúðirnar á næstu fjórum árum.

<>

Sótt erum lóð við Hafnarstræti 15 og 17 (sameinaðar), Pollgötu 2, Pollgötu 6, lóð að horni Suðurgötu og Njarðarsunds, og lóð að horni Mjósunds og Aðalstrætis.

Segir í erindi fyrirtækjanna til bæjarráðs að mikilli þörf og áhugi sé á að verði byggt íbúðarhúsnæði, sérstaklega á Eyrinni, enda mikil atvinnuuppbygging framundan á svæðinu. Það sé því alveg ljóst að það er mikil þörf á fjölgun íbúða á svæðinu.

Telja umsækjendur að 4 af þessum lóðum þ.e.a.s við Hafnarstræti og Pollgötu séu nú þegar skipulagðar fyrir íbúðarhúsnæði og ætti því að vera hægt að afhenda þær fljótlega.

En svokallaðar olíulóðir séu hins vegar ekki tilbúnað að svo stöddu og uppbygging á þeim yrði síðar í verkefninu. „Við sjáum fyrir okkur að á einni þessara lóða verði byggt húsnæði sem hentar eldri borgurum.“

Erindinu var vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

Heimild: BB.is