Home Fréttir Í fréttum Sömdu um knatthús og eftirgjöf lóðar

Sömdu um knatthús og eftirgjöf lóðar

486
0
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, skrifa undir framkvæmdasamning um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Ljósmynd/Aðsend

Hafn­ar­fjarðarbær og Knatt­spyrnu­fé­lagið Hauk­ar und­ir­rituðu á dög­un­um fram­kvæmda­samn­ing um bygg­ingu knatt­húss á Ásvöll­um. Sam­hliða af­henti fé­lagið óbyggða lóð til Hafn­ar­fjarðarbæj­ar und­ir upp­bygg­ingu á 100 til 110 íbúðum.

<>

Nán­ar til­tekið er um að ræða lóðina Ásvelli 3 sem varð til úr lóðinni Ásvell­ir 1 og er þegar skil­greind í samþykktu deili­skipu­lagi vegna þeirr­ar lóðar.

Sam­hliða und­ir­rit­un á fram­kvæmda­samn­ingi af­henti fé­lagið lóð til Hafn­ar­fjarðarbæj­ar und­ir upp­bygg­ingu á 100-110 íbúðum. Ljós­mynd/​Aðsend

Með þess­ari eft­ir­gjöf skap­ast aukið svig­rúm til að hraða upp­bygg­ingu knatt­húss­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. Þegar ligg­ur fyr­ir samn­ing­ur um hönn­un knatt­húss­ins og er áætlað að fullnaðar­hönn­un verði lokið í apríl 2022. Sam­hliða hönn­un er unnið að mati á um­hverf­isáhrif­um húss­ins og er gert ráð fyr­ir að það mat liggi fyr­ir eigi síðar en á vor­dög­um 2022. Þegar heild­ar­hönn­un knatt­húss­ins ligg­ur fyr­ir, sem og mat á um­hverf­isáhrif­um þess, verður bygg­ing húss­ins boðin út.

Ásvell­ir 3 er lóð sem er staðsett við íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöll­um gengt Ásvalla­laug og við friðland Ástjarn­ar. Leit­ast verður við að hraða sem mest upp­bygg­ingu á lóð til að valda sem minnstu raski á svæðinu. Á lóðinni er heim­ilt að byggja fjöl­býl­is­hús á 2-5 hæðum, alls 100-110 íbúðir.

Heimild: Mbl.is