Home Fréttir Í fréttum 16.02.2022 Akureyrarbær. Hönnun gatna, stíga og lagna í Móahverfi á Akureyri

16.02.2022 Akureyrarbær. Hönnun gatna, stíga og lagna í Móahverfi á Akureyri

152
0
Móahverfi

Akureyrarbær og Norðurorka bjóða út hönnun gatna, stíga og lagna í verðandi Móahverfi á Akureyri.

<>

Í verkinu felst að hanna götur í Móahverfi, sem er nýtt svæði ofan Síðu- og Giljahverfis. Í verkhönnun felst fullhönnun gatna og stíga með veitukerfum, þ.e.a.s. götulýsingu, raf-, hita-, vatns- og fráveitu auk þess að taka við hönnunargögnum vegna símalagna og ljósleiðara og fella inn í hönnunarteikningar.

Í verkinu felst einnig gerð mæliblaða auk verklýsingar og útboðsgagna vegna gatnaframkvæmda. Hönnun leik- og útivistarsvæða, opinna svæða og yfirborðsfrágangs.

Heildarlengd nýrra gatna er um 5 km og verður verkinu skipt upp í verkþætti með mismunandi skiladögum.

Kynningarfundur:
Kynningarfundur verður haldinn á Teams, fimmtudaginn 27. janúar, 2022 kl. 13:00.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá föstudeginum 14. Janúar og verða aðgengileg á þessari slóð.

Ef það vakna upp spurningar sendið tölvupóst á netfangið umsarekstur@akureyri.is

Tilboð skulu hafa borist umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar, eigi síðar en miðvikudaginn 16. febrúar, 2022, klukkan 13:00 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.