Home Fréttir Í fréttum Vilja einnig falla frá þéttingu við Háaleitis- og Miklubraut

Vilja einnig falla frá þéttingu við Háaleitis- og Miklubraut

324
0
Bústaðaðavegur við Grímsbæ, fyrir og eftir uppbyggingu á svæðinu. EFLA

Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja að fallið verði frá þéttingu byggðar við Bústaðaveg, Miklubraut og Háaleitisbraut með formlegum hætti. Borgarfulltrúar flokksins munu leggja fram tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi í dag.

<>

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu en þar segir meðal annars að andstaða íbúa við þéttingu byggðar við Bústaðaveg, 67 prósent, hafi verið svipuð og við þéttingu byggðar við Miklubraut og Háaleitisbraut, 64 prósent.

Borgin tilkynnti á dögunum að fallið hefði verið frá þéttingu byggðar við Bústaðaveg vegna andstöðu íbúa. „Það er ómögulegt að leggja til hliðar aðra hugmyndina en ekki hina,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir góðan og fjölmennan íbúafund hafa verið haldinn vegna uppbyggingar við Bústaðaveg en fyrirhugaður fundur vegna Háaleitisbrautarinnar hafi ekki farið fram vegna kórónuveirufaraldursins.

Sjálfur vilji hann sjá mannvænt og hlýlegt umhverfi og „breiðgötustemningu“ í umræddum hverfum. „Leiðin til þess er klárlega ekki kassalaga blokkir í tugavís ens og er verið að leggja upp með.“

Heimild: Visir.is