Home Fréttir Í fréttum Rifu niður skyggni við Ægisíðu

Rifu niður skyggni við Ægisíðu

109
0
Stefnt er að því að bensínstöðin fari af lóðinni og þar muni rísa fjölbýlishús. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það hef­ur ein­fald­lega verið hætta á að þetta fjúki. Við erum að bregðast við svo við lend­um ekki í því að skyggnið fari af stað í ein­hverri af þess­um stór­skemmti­legu lægðum sem nú ganga yfir,“ seg­ir Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri Fest­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

<>

Unnið hef­ur verið að því síðustu daga að rífa hluta skyggn­is bens­ín­stöðvar N1 við Ægisíðu. Borg­ar­yf­ir­völd synjuðu ósk fyr­ir­tæk­is­ins um niðurrif skyggn­is­ins síðasta haust á þeim for­send­um að ekki lægju fyr­ir skýr­ar upp­bygg­ingaráætlan­ir á lóðinni.

Nú hef­ur leyfi feng­ist og ekki seinna vænna að mati Eggerts því skyggnið er orðið gam­alt og úr sér gengið. „Við vilj­um ekki að ein­hver KR-ing­ur­inn fái þetta inn um bréfal­úg­una hjá sér,“ seg­ir hann.

Stefnt er að því að bens­ín­stöðin fari af lóðinni og þar muni rísa fjöl­býl­is­hús. Eggert kveðst gera ráð fyr­ir því að deili­skipu­lag verði klárað á næstu vik­um. „Við stefn­um að því að yf­ir­gefa svæðið á þessu ári og von­andi byrj­ar eitt­hvað nýtt að rísa í byrj­un næsta árs.“

Heimild: Mbl.is