Home Fréttir Í fréttum Vega­gerðin áform­ar að hefja útboðsferli vegna bygg­ing­ar nýrr­ar Ölfusár­brú­a

Vega­gerðin áform­ar að hefja útboðsferli vegna bygg­ing­ar nýrr­ar Ölfusár­brú­a

345
0
Núverandi Ölfusárbrú og fremst stöplar brúar sem reist var 1891. mbl.is/Sigurður Bogi

Vega­gerðin áform­ar að hefja útboðsferli vegna bygg­ing­ar nýrr­ar Ölfusár­brú­ar nærri kom­andi mánaðamót­um. Sem kunn­ugt er stend­ur til að fram­kvæmd­in verði með svo­kallaðri sam­vinnu­leið, skv. lög­um þar að lút­andi sem Alþingi samþykkti á síðasta kjör­tíma­bili.

<>

Slíkt þýðir þá að brú­ar­smíðin og vega­gerð henni sam­hliða eru í sam­starfi rík­is, verk­taka og fjár­mála­fyr­ir­tækja sem lána fé í verk­efnið. Inn­heimt verða veg­gjöld af þeim sem nota brúna og munu þau borga fram­kvæmd­ina að hluta.

Sam­kvæmt sam­göngu­áætlun er kostnaður við verkið 6,1 ma. kr. á verðlagi í októ­ber 2019, en verið er að upp­færa kostnaðaráætlan­ir.

Veg­ur í Hell­is­mýri

„Útboð á sam­vinnu­verk­efni og fjár­mögn­un er tíma­frekt og tek­ur nokkra mánuði. Við ger­um eigi að síður ráð fyr­ir að fara í útboð á næstu vik­um. Fyrsti áfang­inn þar er kynn­ing­ar­fund­ur með fjár­fest­um og verk­tök­um núna í fe­brú­ar,“ seg­ir Guðmund­ur Val­ur Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs Vega­gerðar­inn­ar.

Ný Ölfusár­brú verður um 330 metra löng; stag­brú með stöpli á Efri-Laug­ar­dæla­eyju sem er á ánni rétt fyr­ir ofan Sel­foss. Vest­an Ölfusár verður um svo­nefnda Hell­is­mýri lagður að brúnni veg­ur, sem kem­ur í beinu fram­haldi af nýj­um Suður­lands­vegi sunn­an Ing­ólfs­fjalls sem nú er verið að leggja. Síðasta haust voru raun­ar flutt­ir um 70 þúsund rúm­metr­ar af efni að veg­stæðinu í mýr­inni, það er fyll­ing­ar­efni úr vega­gerð á nær­liggj­andi slóðum.

Aust­an ár verður veg­ur­inn í heima­túni á kirkju­staðnum Laug­ar­dæl­um og lagður yfir hluta golf­vall­ar­ins þar. Golf­vall­ar­svæðið fær Vega­gerðin af­hent í sept­em­ber næst­kom­andi sam­kvæmt samn­ingi við Golf­klúbb Sel­foss. Á þeim stað verður lagður veg­ur að brúnni sem teng­ist aft­ur inn á hring­veg­inn rétt aust­an við Sel­foss.

Heimild: Mbl.is