Home Fréttir Í fréttum Stækkun við Torfunefsbryggju

Stækkun við Torfunefsbryggju

251
0
Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs. Ljósmynd/Hafnasamlag Norðurlands.

„Með fyr­ir­hugaðri stækk­un hafn­ar­mann­virkja á Torfu­nefi verður til land á mjög dýr­mæt­um stað í bæn­um, sem opn­ar ýmsa mögu­leika sem verða án vafa aðdrátt­ar­afl fyr­ir íbúa, nærsveit­ar­menn og ferðamenn,“ seg­ir Sig­ríður María Ró­berts­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Hafna­sam­lagi Norður­lands.

<>

Lengi hef­ur staðið til að ráðast í end­ur­bygg­ingu Torfu­nefs­bryggju sem er í miðbæ Ak­ur­eyr­ar og er það verk­efni nú í sjón­máli.

Hafna­sam­lag Norður­lands í sam­vinnu við Ak­ur­eyr­ar­bæ og Arki­tekta­fé­lag Íslands hef­ur aug­lýst hug­mynda­sam­keppni um skipu­lag Torfu­nefs en öll sam­keppn­is­gögn er að finna á vef fé­lags­ins. Sam­keppn­in stend­ur til loka mars­mánaðar og niðurstaða verður kynnt 27. apríl næst­kom­andi.

Vax­andi aðsókn inn á svæðið

Fyr­ir­hugað er að reisa stálþils­bryggju tölu­vert utar en nú­ver­andi þil er, stækka upp­land bryggj­unn­ar og auka þannig nýt­ing­ar­mögu­leika þessa svæðis en það verður um 0,9 hekt­ar­ar og er aust­an Gler­ár­götu.

Sig­ríður María seg­ir að ásókn inn á þetta svæði fari vax­andi, æ fleiri minni skemmti­ferðaskip komi til Ak­ur­eyr­ar og hafn­sæk­in þjón­usta hef­ur auk­ist mjög í bæn­um á liðnum árum.

Heimild: Mbl.is