Home Fréttir Í fréttum Landsbankinn undirbýr sölu eigna

Landsbankinn undirbýr sölu eigna

172
0
Starfsstöðvar Landsbankans við Hafnarstræti og Tryggvagötu eru tengdar með veglegri göngubrú. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haf­inn er und­ir­bún­ing­ur að sölu fast­eigna Lands­bank­ans við Hafn­arstræti en reiknað er með að bank­inn flytji í nýj­ar höfuðstöðvar í Aust­ur­höfn við Reykja­vík­ur­höfn í árs­lok.

<>

Þess­ar upp­lýs­ing­ar fékk Morg­un­blaðið hjá Rún­ari Pálma­syni upp­lýs­inga­full­trúa bank­ans.

Lands­bank­inn er nú með starfsemi í 12 hús­um í miðborg­inni og á fjög­ur þeirra (Hafn­ar­stræti 10, 12 og 14 og Aust­ur­stræti 11).

Bank­inn mun við flutn­ing­ana í árs­lok hætta notk­un þess­ara húsa.

Leigu­samn­ing­ar vegna átta húsa renna flest­ir út á þessu ári. Hús­in við Hafn­ar­stræti eru sam­tals um 3.000 fer­metr­ar að stærð.

Sögu­legt hús og friðað

Rún­ar seg­ir að sér­stak­lega verði hugað að framtíð Aust­ur­stræt­is 11 (Lands­banka­húss­ins) enda hafi húsið menn­ing­ar­legt og sögu­legt gildi og sé friðað. „Við mun­um leita leiða til að húsið fái notið sín til framtíðar,“ seg­ir Rún­ar.

Fram­kvæmd­ir við ný­bygg­ingu Lands­bank­ans í Aust­ur­höfn ganga vel og eru að mestu leyti í sam­ræmi við áætlan­ir, upp­lýs­ir Rún­ar. Nú er gert ráð fyr­ir að bank­inn flytji í húsið í lok árs 2022, um hálfu ári seinna en upp­haf­leg­ar áætlan­ir frá 2018 gerðu ráð fyr­ir.

Árið 2020 var áætlað að húsið myndi kosta um 11,8 millj­arða króna. Ofan á þá fjár­hæð bæt­ast breyt­ing­ar á bygg­ing­ar­vísi­tölu en áhrif vegna Covid-19 hafa leitt til þess að ýmis bygg­ing­ar­efni hafa hækkað í verði.

„Ótíma­bært að fjalla um áætl­un um end­an­leg­an kostnað því við erum enn að semja um ýmsa þætti sem geta haft áhrif til hækk­un­ar eða lækk­un­ar,“ seg­ir Rún­ar.

Heimild: Mbl,is