Home Fréttir Í fréttum Áform um stórt hjúkrunarheimili

Áform um stórt hjúkrunarheimili

232
0
Flogið yfir Kópavog. mbl.is/Sigurður Bogi

Upp­færð drög að vilja­yf­ir­lýs­ingu heil­brigðisráðuneyt­is­ins og Kópa­vogs­bæj­ar um að standa sam­an að bygg­ingu nýs hjúkr­un­ar­heim­il­is í Kópa­vogi voru lögð fyr­ir bæj­ar­ráð í fyrra­dag. Gert er ráð fyr­ir að þar verði allt að 120 rými, nærri tvö­falt fleiri en nú eru í Sunnu­hlíð.

<>

Viðræður hafa síðustu ár verið milli rík­is og bæj­ar um upp­bygg­ingu nýs hjúkr­un­ar­heim­il­is í Kópa­vogi sem kæmi í stað Sunnu­hlíðar. Aðstaðan þar er ekki leng­ur tal­in stand­ast kröf­ur sem gerðar eru til slíkra heim­ila.

Sunnu­hlíð er rek­in af Vig­dís­ar­holti, fé­lagi í eigu rík­is­ins, eins og fleiri heim­ili. Þar eru nú 66 al­menn hjúkr­un­ar­rými og fjög­ur fyr­ir hvíld­ar­inn­lögn með end­ur­hæf­ingu og til viðbót­ar 20 dagdval­ar­rými.

Á lóð Kópa­vogs­bæj­ar

Fyr­ir rúm­um tveim­ur árum lýsti Kópa­vogs­bær sig reiðubú­inn til að skoða út­hlut­un á lóðum nr. 5 til 17 við Kópa­vogs­braut til Sunnu­hlíðar í þess­um til­gangi. Þær lóðir eru skammt frá nú­ver­andi hjúkr­un­ar­heim­ili og sum­ar í eigu bæj­ar­ins en aðrar í eigu rík­is­ins.

Gert var ráð fyr­ir að hús við Kópa­vogs­braut myndu víkja, meðal ann­ars kvennafang­elsið og bygg­ing­in sem hýs­ir Arn­ar­skóla.

Í drög­um að vilja­yf­ir­lýs­ingu sem meiri­hluti bæj­ar­ráðs samþykkti í fyrra­dag að vísa til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar er aft­ur á móti kveðið á um það að húsið rísi á lóðum Kópa­vogs­bæj­ar. Sam­kvæmt því er ekki gert ráð fyr­ir að hús Arn­ar­skóla víki.

Theó­dóra S. Þor­steins­dótt­ir, bæj­ar­ráðsfull­trúi Viðreisn­ar, greiddi at­kvæði á móti, lét bóka að ekki væri tíma­bært að lofa út­hlut­un lóðar við Kópa­vog­stún. Tel­ur hún að slíkt fjöl­býli rúm­ist ekki inn­an lóðar Kópa­vogs­bæj­ar og íbú­ar hafi hafnað svo miklu bygg­ing­ar­magni.

Kveðið er á um að ríkið greiði 85% stofn­kostnaðar en bær­inn 15% og þarf að tryggja fjár­mögn­un á fjár­lög­um og fjár­hags­áætl­un.

Verði þau áform sem fram koma í vilja­yf­ir­lýs­ing­unni samþykkt þarf að ráðast í skipu­lags­breyt­ing­ar. Áform eru um að hefja verk­leg­ar fram­kvæmd­ir árið 2023 og að taka heim­ilið í notk­un á ár­inu 2026.

Heimild: Mbl.is