Home Fréttir Í fréttum Endurreisa vindmyllur í Þykkvabæ

Endurreisa vindmyllur í Þykkvabæ

245
0
Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Háblæs. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Félag í eigu Arion banka og franska vindmyllufyrirtækið Qair hafa stofnað fyrirtæki utan um endurreisn vindmyllna.

<>

Eignabjarg, félag í eigu Arion banka, og franska vindmyllufyrirtækið Qair hafa stofnað fyrirtækið Háblær ehf.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Háblæs, að hlutverk félagsins sé að taka niður tvær vindmyllur sem staðið hafa óhreyfðar um nokkurra ára skeið í Þykkvabæ og reisa í stað þeirra nýjar vindmyllur á sömu undirstöðum, sem munu framleiða raforku.

Vakti það mikla athygli landsmanna er önnur vindmyllan var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar sl. þriðjudag.

Umrædd vindmylla brann á nýársnótt og var sprengd eins fljótt og auðið var til að koma í veg fyrir að tjón yrði í óveðri sem gengur á land í dag.

Vindmyllurnar voru reistar af félaginu Biokraft og gangsettar árið 2014. Umrætt félag sigldi hins vegar síðar í þrot og hafa vindmyllurnar því staðið aðgerðarlausar um nokkurt skeið.

Heimild: Vb.is