Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við byggingu nýrrar Miðgarðskirkju hefjist í vor

Framkvæmdir við byggingu nýrrar Miðgarðskirkju hefjist í vor

93
0
Ný Miðgarðskirkja. Mynd/akureyri.is

Stefnt er að því að bygging nýrrar Miðgarðakirkju í Grímsey geti hafist næsta vor.

<>

Í gær kynntu Arna Björg Bjarnadóttir, verkefnastjóri kirkjubyggingarinnar, og Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, teikningar að nýju kirkjunni fyrir Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra, Höllu Björk Reynisdóttur, forseta bæjarstjórnar, og nokkrum starfsmönnum bæjarins.

Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar.

Mikill einhugur var á meðal fundarmanna um þetta góða samfélagslega verkefni sem hefur eflt mjög samstöðu og samhug Grímseyinga.

Framkvæmdin undirstrikar að þeir eru hvergi af baki dottnir og horfa björtum augum til framtíðar þessarar einstöku eyju við heimskautsbaug.

Kirkjan verður timburhús klætt lerki með steinsteyptu gólfi sem klætt verður með stuðlabergsskífum.

Kirkjan mun hafa mikla sérstöðu og þjóna víðtæku hlutverki í Grímsey jafnt til helgi- og viðburðahalds.

Áætlað er að framkvæmdir geti hafist vorið 2022 en hönnun og annar undirbúningur er nú í fullum gangi.

Sem kunnugt er samþykkti ríkisstjórn Íslands nýverið að veita 20 milljónum króna til verksins og nú er unnið að því að klára fjármögnun þess en þónokkuð vantar upp á að því sé lokið.

Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á reikning Miðgarðakirkju, 565-04-250731, kt. 4602692539.

Heimild: Vikudagur.is