Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 18.01.2022 Grundarfjörður – Flotbryggjur 2022

18.01.2022 Grundarfjörður – Flotbryggjur 2022

62
0
Frá Grund­arf­irði. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Hafnarsjóður Grundarfjarðarbæjar óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á flotbryggjum í Grundarfjarðarhöfn.

Helstu magntölur:

·         Taka upp núverandi bryggjur

·         Smíða og setja upp 2 stk. 15X4 m flotbryggjur

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1.júní 2022.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 3. janúar 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. janúar 2022.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign

Previous article18.01.2022 Súðavík – Fyrirstöðugarður 2022
Next articleNýtt 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík —„Tilbúið 2024“