Home Fréttir Í fréttum Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík —„Tilbúið 2024“

Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík —„Tilbúið 2024“

128
0
Mynd: RÚV

Framkvæmdir við nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili eru nú hafnar á Húsavík. Verkefnið sem kostar rúma þrjá milljarða er kostað af ríkinu og fjórum sveitarfélögum á svæðinu.

<>

Rúmlega 4 þúsund fermetra bygging
Framkvæmdasýsla ríkisins efndi á síðasta ári til opinnar hönnunarsamkeppni um nýbyggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík. Samkeppnin var unnin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og auglýst á öllu EES-svæðinu.

Mikill áhugi var á verkefninu en alls bárust 32 tillögur. Það var svo ariktektastofan Arkís í samstarfi við Mannvit sem hreppti hnossið og eru framkvæmdir nú komnar á fullt. Jónas Einarsson, Framkvæmdafulltrúi í Norðurþingi segir framkvæmdir vera á áætlun.

„Hérna er verið að ljúka við að grafa út úr fyrir nýju hjúkrunarheimili. Þetta eru rúmir 20 þúsund rúmmetrar sem hafa farið hérna út og hér er fyrirhugað að rísi nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili sem verður 4.100 fermetrar og á að vera tilbúið 2024,“ segir Jónas.

Efnið úr holunni notað í landfyllingu
Ríkið mun bera 85% kostnaðar við bygginguna en Norðurþing, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit munu skipta með sér restinni. En við stórar framkvæmdir þarf að grafa upp mikið af jarðvegi.

Honum er ekið á brott en þó ekki langt því hann er nýttur í landfyllingu neðar í bænum, sem mun skapa ný tækifæri á hafnarsvæðinu. „Þetta efni hérna notum við svo að hluta til, eða sjö til átta þúsund rúmmetra í fyllingu, á suðurfyllingu niður við höfn. Erum þar að klára grjótvörn og verða þar til sex nýjar iðnaðarlóðir.“

Skref inn í nútímann
Jónas segir nýja hjúkrunarheimilið bylta þjónustu við eldra fólk á svæðinu. „Það er bara verið að uppfæra yfir í nútímann og nútíma kröfur hvað varðar aðbúnað, starfsfólks og íbúa.“

Sérðu fyrir þér að dvelja hérna sjálfur eftir nokkur ár?

„Ég hugsa það.“


Mynd: RÚV

Heimild: Ruv.is