Home Í fréttum Niðurstöður útboða Enn verða tafir í Laugardalshöll

Enn verða tafir í Laugardalshöll

195
0
Tugþúsundir hafa mætt í bólusetningu á þessu ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú er ljóst að enn verða taf­ir á því að Laug­ar­dals­höll kom­ist í gagnið á ný. Til­boð í raf­lögn og viðburðabúnað í Höll­inni voru svo há að Reykja­vík­ur­borg hafnaði þeim öll­um. Búið er að bjóða verkið út að nýju og verða til­boð opnuð 11. janú­ar 2022.

<>

Til­boð í verkið voru opnuð 10. des­em­ber sl. og bár­ust fjög­ur til­boð. Voru þau á bil­inu 65 til 96 millj­ón­ir, eða á bil­inu 260-383% af kostnaðaráætl­un, sem var 25 millj­ón­ir.

Hinn 15. des­em­ber ákvað um­hverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur­borg­ar að hafna öll­um til­boðunum sem bár­ust.

Heimild: Mbl.is