Home Fréttir Í fréttum Kaldalón kaupir 13 fasteignir af Skeljungi

Kaldalón kaupir 13 fasteignir af Skeljungi

398
0
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Strengs sem er stærsti hluthafi bæði Skeljungs og Kaldalóns. Mynd: Eyþór Árnason

Fasteignaþróunarfélagið mun greiða 6 milljarða fyrir eignirnar, sem allar eru í langtímaútleigu.

<>

Skeljungur mun selja fasteignir fyrir 8,8 milljarða króna gangi samningar og viljayfirlýsingar eftir en leigja eignirnar aftur samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi út í kvöld.

Ríflega 6 milljarða króna söluhagnaður myndast af viðskiptunum en Orkan IS, dótturfélag Skeljungs, mun leigja eignirnar aftur á um 493 milljónir króna á ári en kostnaðurinn nemur 433 milljónum króna að teknu tilliti til lækkunar á rekstrarkostnaði eignanna.

Áætlaðar leigutekjur Orkunnar IS vegna endurleigu eignanna til þriðja aðila verða um 115 milljónir króna á ári.

Fasteignafélagið Kaldalón hefur gert samkomulag um að kaupa af Skeljungi alls 13 fasteignir á og í nágrenni við höfuðborgarsvæðið fyrir 6 milljarða króna.

Allt að 40% kaupverðsins verður greitt með hlutafjárútgáfu, en restin reiðufé.

Um langtíma þjónustustöðvar er að ræða, að því er fram kemur í tilkynningu, og fylgja þeim 20 ára leigusamningar við Orkuna með 2 og hálfs árs auk leigu- og umhverfistrygginga að henni lokinni.

Allur helsti rekstrarkostnaður er á ábyrgð leigutaka samkvæmt samningunum, og gert er ráð fyrir að rekstrarhagnaður Kaldalóns hækki um 360 milljónir við kaupin.

Strengur stærsti hluthafi Kaldalóns og Skeljungs

Viðskiptin eru háð hefðbundnum fyrirvörum um áreiðanleikakönnun, samþykki stjórnar Kaldalóns og hluthafafundar Skeljungs, kaupsamningsgerð og fjármögnun. Stjórnarmenn Kaldalóns með tengsl við Streng komu ekki að ákvörðuninni að því er fram kemur, en Jón Skaftason situr í þriggja manna stjórn Kaldalóns auk þess að vera framkvæmdastjóri Strengs, sem á ráðandi hlut í Skeljungi.

Auk þess að eiga 50,06% í Skeljungi á Strengur 19,2% í Kaldalóni og er stærsti einstaki eigandi þess. Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður bæði Strengs og Skeljungs.

Kaldalón hefur einnig náð samkomulagi um kaup á Víkurhvarfi 1 ehf. sem á 4 þúsund fermetra húsnæði við það heimilisfang. Seljendur eru GGH ehf. og Greenwater ehf.

Áætlað er að Kaldalón gefi út allt að 1,5 milljarða hluta með markaðsvirði upp á ríflega 2,8 milljarða króna í dag í tengslum við viðskiptin.

Fasteignirnar sem um ræðir eru:

  • Bústaðavegur 20, 108 Reykjavík
  • Brúartorg 6, 310 Borgarnes
  • Dalvegur 20, 201 Kópavogur
  • Fiskislóð 29, 101 Reykjavík
  • Fitjar 1, 260 Reykjanesbær
  • Grjótháls 8, 110 Reykjavík
  • Gylfaflöt 1, 112 Reykjavík
  • Hagasmári 9, 201 Kópavogur
  • Miklabraut 100, 105 Reykjavík
  • Miklabraut 101, 105 Reykjavík
  • Óseyrarbraut 2, 220 Hafnarfjörður
  • Skagabraut 43, 300 Akranesi
  • Suðurfell 4, 111 Reykjavík

Þá tilkynnti Skeljungur einnig í kvöld að félagið hefði skrifað undir viljayfirlýsingu við F33 ehf., félags í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eir Einarsdóttur um þróun fasteignanna að:

  • Birkimel 1, 107 Reykjavík
  • Skógarhlíð 16, 105 Reykjavík
  • Kleppsveg, 104 Reykjavík
  • Reykjavíkurveg 58, 220 Hafnarfirði

Stofna á sérstakt félag um fasteignaþróunina sem verður í jafnri eigu Skeljungs og F33 en Skeljungur metur eignirnar á 2,06 milljarða króna en á móti mun F33 ehf. leggja þróunarlóð að Hnoðraholti í Garðabæ.

Gert er ráð fyrir að fasteignirnar verði leigðar aftur af Orkunni IS, dóttufélagi Skeljungs.

Þá hefur verið gengið frá viljayfirlýsingu við Ötul ehf. þar sem er stefnt er að því að Ötull kaupi fasteignina að Austurströnd 7, 170 Seltjarnarnesi og leigi til baka til Orkunnar IS ehf.

Þá á Skeljungur í viðræðum við Reginn hf., byggt á samkomulagi um helstu skilmála og kaupverð, um kaup á fasteigninni að Litlatúni í Garðabæ sem leigð yrði til Orkunnar IS ehf.

Auk þess hefur Skeljungur gengið frá viljayfirlýsingu við um að Ötull kaupi fasteignina að Austurströnd 7 á Seltjarnarnesi og leigi til baka til Orkunnar IS ehf.

Þá á Skeljungur í viðræðum við Reginn hf., byggt á samkomulagi um helstu skilmála og kaupverð, um kaup á fasteigninni að Litlatúni í Garðabæ sem leigð yrði til Orkunnar IS ehf.

Heimild: Vb.is