Home Fréttir Í fréttum Byggð á við tíu Skuggahverfi

Byggð á við tíu Skuggahverfi

218
0
Mynd: Mbl.is

Gert er ráð fyr­ir 2.800 íbúðum í Hraun­um-vest­ur en það yrði hér um bil á við tíu Skugga­hverfi í Reykja­vík í íbúðum talið.

<>

Þá er í Hraun­um-vest­ur gert ráð fyr­ir at­vinnu- og þjón­ustu­hús­næði ásamt skóla og leik­skól­um.

Skipu­lags­svæðið Hraun-vest­ur af­mark­ast af Reykja­vík­ur­vegi, Flata­hrauni og Fjarðahrauni.

Fyrsti áfang­inn verður byggður upp í hverfi 1, í svo­nefnd­um Gjót­um, vest­ast á svæðinu. Sá reit­ur er einnig kennd­ur við fyr­ir­tækið Trefjar en þar verða um 490 íbúðir, leik­skóli, versl­an­ir, þjón­usta og skrif­stof­ur.

Þingvang­ur meðal verk­taka

Reit­ur 1 af­mark­ast af Reykja­vík­ur­vegi, Hjalla­hrauni og Hellu­hrauni. Fé­lög­in Hraun­byggð og Þingvang­ur eru fram­kvæmdaaðilar á lóðunum. Í fyrsta áfanga munu Hjalla­hraun 2 og Hjalla­hraun 4 víkja fyr­ir nýrri byggð en verktaki í fyrsta áfanga er Þingvang­ur.

Ólaf­ur Ingi Tóm­as­son, formaður skipu­lags- og bygg­ing­ar­ráðs Hafn­ar­fjarðar, seg­ir því mega áætla að fyrstu íbúðirn­ar komi á markað 2024.

Heimild: Mbl.is