Home Fréttir Í fréttum Mygla í grunnskólanum á Hofsósi

Mygla í grunnskólanum á Hofsósi

39
0
Mynd: Sveitarfélagið Skagafjörður

Elsta hluta grunnskólans á Hofsósi hefur verið lokað fyrir kennslu eftir að vísbendingar um myglu komu þar upp. Beðið er niðurstöðu frekari rannsókna til að hægt sé að meta hversu stórtækar aðgerðir þarf að ráðast í.

<>

Myglan víðar en áður hafði greinst
Í vor greindist mygla á köldu háalofti Grunnskólans á Hofsósi. Ekki mældist þá mygla í kennslurýmum né öðrum innirýmum. Jóhann Bjarnason, skólastjóri Grunnskóla austan vatna, segir að þegar ráðast átti í framkvæmdir við að laga skemmdirnar hafi kviknað grunur um að myglan væri víðar en á háaloftinu.

„Verktaki komst ekki í það í sumar og var í þessu verki núna í lok nóvember, byrjun desember. Þá voru aftur tekin sýni sem gáfu vísbendingar um að það væri einhver myglusmit inni í húsnæðinu núna,“ segir Jóhann.

Þröngt á þingi þegar álmunni var lokað
Leitað var til þekkingarfyrirtækisins Eflu til að taka út húsnæðið og greina hvers eðlis myglan er.

„Það er búið að taka sýni og þau eru í athugun og við vonandi fáum niðurstöður úr því næstu daga. Þá lokuðum við þessari álmu á meðan er verið að skoða nánar. Þannig að það var mjög þröngt þessa síðustu viku fyrir jól hérna,“ segir Jóhann.

Óljóst í hvers miklar aðgerðir þarf að ráðast
Tæknideild sveitarfélagsins byrjaði strax á aðgerðum við að hreinsa og loka þeim rakaskemmdum sem voru sýnilegar. Jóhann segir erfitt að segja hversu umfangsmiklar aðgerðir þurfi að ráðast í.

„Á meðan ekki eru komnar eru niðurstöður hvort það er nóg að hreinsa rýmið og þegar það er komið fyrir þennan leka hvort að það verður óhætt að nota það áfram fram á vor eða hvort þetta kostar einhverjar meiri aðgerðir.“

Heimild: Ruv.is