Home Fréttir Í fréttum Yfir 300 skráð sig í forsölu í Vogabyggð

Yfir 300 skráð sig í forsölu í Vogabyggð

150
0
Þorvaldur Gissurarson.

Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG Verks, sér enn sem komið er ekki vís­bend­ing­ar um að vaxta­hækk­an­ir Seðlabank­ans hafi dregið úr spurn eft­ir nýj­um íbúðum á höfuðborg­ar­svæðinu.

<>

Til­efnið er að í kjöl­far síðustu vaxta­hækk­ana 17. nóv­em­ber spáði Þor­vald­ur því að vaxta­hækk­an­ir myndu með tím­an­um hafa áhrif á eft­ir­spurn­ina. Seðlabank­inn hækkaði meg­in­vexti um hálft pró­sentu­stig í síðustu lotu og hafa vext­irn­ir verið hækkaðir úr 0,75% í 2% á þessu ári.

Drög að byggð við Ark­arvog í Voga­byggð í Reykja­vík. Brú­in er ris­in. Teikn­ing/​ONNO

All­ar íbúðirn­ar seld­ar
Eft­ir að viðtalið birt­ist hef­ur ÞG Verk selt all­ar óseld­ar íbúðir í Voga­byggð og skráð, að sögn Þor­vald­ar, á fjórða hundrað manns í for­sölu vegna næsta áfanga sem fer í sölu í vor. Það er, að hans sögn, met­fjöldi íbúða sem ÞG Verk hef­ur skráð í for­sölu.

Heimild: Mbl.is