Fyrirtæki Gary Neville fyrrum fyrirliða Manchester United hefur fengið leyfi fyrir því að byggja stórt hús í miðborg Manchester.
Talið er að byggingin muni kosta 34 milljarða íslenskra króna.
Um er að ræða St Michael bygginguna sem lengi hefur verið til umræðu. Framkvæmdir hefjast í janúar,

„Við vorum að klára samninginn til að hefja byggingu í janúar,“ sagði Neville.
Um verður að ræða níu hæðir af skrifstofum fyrir fyrirtæki og á toppnum verður veitingastaður og bar sem tekur 900 manns í sæti.
Heimild: DV.is