Home Fréttir Í fréttum Vilja framlengja átakið „Allir vinna“

Vilja framlengja átakið „Allir vinna“

48
0
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að átakið „Allir vinna“ verði framlengt að hluta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meiri­hluti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is legg­ur til að átakið  „All­ir vinna“ verði fram­lengt að hluta fram á næsta ár en að óbreyttu lýk­ur því um ára­mót­in.

<>

Um er að ræða tíma­bund­in úrræði, sem voru ákveðin á síðasta ári við upp­haf kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins til að mæta efna­hags­leg­um áhrif­um hans og heim­ila end­ur­greiðslu á virðis­auka­skatti vegna til­tek­inn­ar vinnu við viðhald og end­ur­bæt­ur á fast­eign­um og viðgerðir á bíl­um.

Í áliti nefnd­ar­meiri­hlut­ans um laga­frum­varp fjár­málaráðherra um breyt­ingu á ýms­um lög­um vegna fjár­laga næsta árs, er þeirri skoðun lýst, að ekki sé  tíma­bært að svo stöddu að fella þetta úrræði með öllu niður.

Legg­ur meiri­hlut­inn því til að úrræðið verði fram­lengt til og með 31. ág­úst 2022 að því er varðar end­ur­greiðslu vegna vinnu iðnaðar- og verka­manna sem unn­in er á bygg­ing­arstað við ný­bygg­ingu, viðhald og end­ur­bæt­ur íbúðar­hús­næðis.

Frá og með 1. sept­em­ber 2022 miðist end­ur­greiðslan við 60%. Íviln­un vegna vinnu við aðra þætti sem til­greind­ir eru í ákvæðinu, þ.e. vegna vinnu iðnaðar- og verka­manna sem unn­in er á bygg­ing­arstað við ný­bygg­ingu, viðhald og end­ur­bæt­ur frí­stunda­hús­næðis, og hús­næðis í eigu sveit­ar­fé­laga, vinnu við hönn­un og eft­ir­lit með bygg­ingu íbúðar- og frí­stunda­hús­næðis og vinnu manna vegna heim­ilisaðstoðar og reglu­legr­ar um­hirðu íbúðar­hús­næðis, verði fram­lengd til og með 30. júní 2022.

Á hinn bóg­inn falli niður frá og með 1. janú­ar 2022 end­ur­greiðsla virðis­auka­skatts vegna vinnu manna við bílaviðgerðir, bíla­máln­ingu eða rétt­ing­ar fólks­bíla.

Heimild: Mbl.is