Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 13.01.2022 Útboð á framkvæmdum við gervigrasvelli á íþróttasvæði KA

13.01.2022 Útboð á framkvæmdum við gervigrasvelli á íþróttasvæði KA

83
0
Mynd: akureyri.is

Útboð á framkvæmdum við gervigrasvelli á íþróttasvæði KA
ásamt endurnýjun á gervigrasi sparkvalla á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í eftirfarandi framkvæmdir:

– Æfingavöllur KA vor 2022: Endurnýjun á grasi og yfirferð á púða á æfingarvelli og flutningur á eldra grasi að hluta á nýjan völl sem kallaður er Nývangur.
– Keppnisvöllur KA vor 2023: Útvegun og fullnaðarfrágangur gervigrass, púða, búnaðar og öðru sem til þarf.
– Sparkvellir við Síðuskóla, Glerárskóla og Naustaskóla sumar 2022: Endurnýjun á gervigrasi ásamt fjöðrunarlagi og fullnaðarfrágangi.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með fimmtudeginum 16. desember 2021.

 

Útboðsgögn fyrir keppnisvöllur og æfingavöll KA er að finna HÉR.

Útboðsgögn fyrir parkvelli við Síðuskóla, Glerárskóla og Naustaskóla er að finna HÉR.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en 13. janúar 2022 kl. 13:00 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Previous articleOpnun útboðs: Hringvegur (1) Biskupstungnabraut – Hveragerði, Ölfusvegur um Varmá, eftirlit
Next articleOpnun útboðs: Elliðaárvogur/Ártúnshöfði, svæði1 og 2 – Gatnagerð og lagnir – Hönnun