Home Í fréttum Niðurstöður útboða Eina tilboðinu hafnað að hálfu Hveragerðisbæjar

Eina tilboðinu hafnað að hálfu Hveragerðisbæjar

169
0
Sundlaugin í Laugarskarði. Mynd: Sunnlenska.is

Vörðufell ehf á Selfossi átti eina tilboðið í uppsetningu lyftu í sundlaugarhúsinu í Laugarskarði sem Hveragerðisbær bauð út á dögunum.

<>

Tilboð voru opnuð á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Tilboð Vörðufells hljóðaði upp á tæpar 14,9 milljónir króna og var tæpum sjö milljónum yfir kostnaðaráætlun sem Arkibúllan ehf gerði fyrir Hveragerðisbæ.

Bæjarráð samþykkti að hafna tilboði Vörðufells.

Heimild: Sunnlenska.is