Suðurtak ehf. á Brjánsstöðum átti lægsta tilboðið í styrkingu á 2,5 km kafla á Biskupstungnabraut sunnan Reykjavegar.
Þrjú tilboð bárust og voru þau öll yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, en kostnaðaráætlunin var 71,6 milljónir króna.
Suðurtak bauð rúmlega 81,9 milljónir króna og Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi bauð tæpar 95,8 milljónir.
Hæsta boðið kom frá Borgarverki ehf í Borgarnesi, rúmar 106,6 milljónir króna.
Auk styrkingar á veginum á að leggja tvöfalda klæðningu á veginn og ganga frá fláum. Verkinu á að vera lokið þann 1. júlí 2016.
Heimild: sunnlenska.is