Home Fréttir Í fréttum Bogi vill byggja upp þaraböð við Garðskaga

Bogi vill byggja upp þaraböð við Garðskaga

81
0
Heilsulind Boga verður um 1.200 fermetrar auk úti- og laugasvæðis.

„Ég upp­götvaði þar­aböðin þegar ég bjó úti á Álfta­nesi fyr­ir rúm­um ára­tug og þessi hug­mynd hef­ur ekki látið mig í friði síðan,“ seg­ir Bogi Jóns­son at­hafnamaður.

<>

Fé­lag á hans veg­um fékk á dög­un­um út­hlutaðar fimm millj­ón­ir króna úr Upp­bygg­ing­ar­sjóði Suður­nesja til upp­bygg­ing­ar glæsi­legr­ar heilsu­lind­ar við sjáv­ar­síðuna í Garði.

Verk­efnið ber heitið Mermaid – Geot­hermal Seaweed Spa og hef­ur verið á teikni­borðinu í nokk­ur ár.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

Áætlaður kostnaður við upp­bygg­ing­una er 1,3 millj­arðar króna og seg­ir Bogi að líkja megi stærð Mermaid við Kraumu í Borg­ar­f­irði eða Font­ana á Laug­ar­vatni.

„Við stíg­um mjög var­lega til jarðar og all­ar áætlan­ir gera ráð fyr­ir að þó að það kæmi ann­ar heims­far­ald­ur þá myndi rekst­ur­inn ganga á inn­lend­um ferðamönn­um,“ seg­ir hann en gert er ráð fyr­ir að hjá Mermaid muni starfa um 45 manns auk þess sem starf­sem­in muni leiða af sér fjölda annarra starfa og styðja við fjöl­breytta starf­semi á svæðinu.

Bogi er mörg­um kunn­ur af veit­ing­a­rekstri frá fyrri tíð. Hann hef­ur síðustu ár verið bú­sett­ur á Garðskaga og sér mik­il tæki­færi þar.

Á Mermaid er stefn­an að bjóða upp á sér­hæfðar heilsu- og vellíðun­ar­meðferðir á borð við þar­aböð, jurta­gufu­böð, hefðbund­in gufu­böð, nudd, hvíld­ar­svæði, heita potta og laug­ar.

Þar verður einnig rek­inn róm­an­tísk­ur sjáv­ar­rétta­veit­ingastaður und­ir asísk­um áhrif­um.

„Þar­aböðin verða okk­ar sérstaða en þau hafa mjög slak­andi og góð áhrif á lík­amann, maður verður all­ur silkimjúk­ur eft­ir þau.

Þar­aböðin hafa líka verið notuð sem lækn­ingameðferð í gegn­um tíðina, til dæm­is fyr­ir fólk með exem og þurra húð,“ seg­ir Bogi.

Heimild: Mbl.is