Home Fréttir Í fréttum Áforma fjölda íbúða í Skeifu

Áforma fjölda íbúða í Skeifu

167
0
Mynd: mbl.is

Eik aug­lýs­ir nú til út­leigu at­vinnu­hús­næði í Skeif­unni 7 og 9 til skemmri tíma en bæði hús­in munu lík­lega víkja á næstu árum.

<>

Skammt frá hafa risið 50 íbúðir á Grens­ás­vegi 1 en þar verða um 200 íbúðir og at­vinnu­hús­næði. Miðað við stærð lóða gætu álíka marg­ar íbúðir risið í Skeif­unni 7 og 9.

Elko er með versl­un í Skeif­unni 7 en hyggst flytja sig um set í Skeif­una 19, í Myllu­húsið, ásamt Krón­unni, að sögn Gests Hjalta­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Elko.

Áformað sé að hefja vinnu við að inn­rétta nýju Elko-versl­un­ina í vor og opna versl­un­ina fyr­ir sum­arið. Þá var Höld­ur með bíla­leigu í Skeif­unni 9 en hún var flutt í Skútu­vog þar sem Vaka var áður.

Áforma að hafa bíla­kjall­ara

Garðar Hann­es Friðjóns­son, for­stjóri Eik­ar, seg­ir gert ráð fyr­ir íbúðum og at­vinnu­hús­næði í stað áður­nefnds at­vinnu­hús­næðis í Skeif­unni 7 og 9. Fjöldi íbúða liggi ekki fyr­ir né held­ur út­færsla á at­vinnu­hús­næði.

Á graf­inu hér fyr­ir ofan má sjá frumdrög að bygg­ing­um á reit­um Eik­ar í Skeif­unni en aust­an við Skeif­una 9 er KFC með veit­ingastað.

Að sögn Garðars er ekki gert ráð fyr­ir svo miklu bygg­ing­ar­magni aust­ast á reitn­um held­ur að KFC verði þar áfram með veit­ingastað.

Heimild: Mbl.is