Home Fréttir Í fréttum MótX hagn­ast um 788 millj­ón­ir

MótX hagn­ast um 788 millj­ón­ir

376
0
Vignir Steinþór Halldórsson seldi hlut sinn í MótX fyrr á þessu ári. Aðsend mynd

Byggingarfélagið MótX ehf. hagnaðist um 788 milljónir króna árið 2020 samanborið við 92 milljóna króna hagnað árið á undan.

<>

Tekjurnar á síðasta ári námu 5,3 milljörðum króna miðað við 1,6 milljarða króna árið 2019. Eignir fyrirtækisins í lok síðasta árs námu 3 milljörðum króna samanborið við 2,8 milljarða króna árið á undan.

Eigið fé félagsins nam 997 milljónum króna 2020 miðað við 209 milljónir króna árið 2019. Í ársreikningi félagsins kemur fram að stjórnin leggi til að greiddur verði 375 milljóna króna arður til hluthafa.

Fyrr á þessu ári seldi Vignir Steinþór Halldórsson, húsasmíðameistari og stjórnarmaður í Samtökum iðnaðarins, sinn hlut í MótX og stofnaði nýtt fyrirtæki.

MótX er byggingarfélag og stendur nú í lokafrágangi á smíði nær 130 íbúða í fjölbýlishúsum við Elliðabraut 12-22 í Norðlingaholti í Reykjavík.

Í ársreikningnum kemur fram að Covid-19 faraldurinn hafi engin töluleg áhrif á rekstur félagsins en árið 2020 var besta rekstrarár í sögu félagsins. Um 32 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu.

Heimild: Frettabladid.is