Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Hafa samið um smíði nýrrar kirkju í Grímsey

Hafa samið um smíði nýrrar kirkju í Grímsey

152
0
Við Miðgarðakirkjugarð í Grímsey. Frá vinstri Arna Björg Bjarnadóttir verkefnisstjóri, Inga Lóa Guðjónsdóttir og Hilmar Páll Jóhannesson frá Loftkastalanum, Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Alfreð Garðarsson sóknarnefndarformaður. Ljósmynd/Halla Ingólfsdóttir

Búið er að skrifa und­ir samn­ing við smíðaverk­stæði um smíði nýrr­ar kirkju í Gríms­ey.

<>

Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir bygg­ingu kirkj­unn­ar er vel á veg kom­inn en hönn­un stend­ur yfir. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á Norður­landi eystra.

Á dög­un­um skrifaði sókn­ar­nefnd Miðgarðakirkju und­ir samn­ing við smíðaverk­stæðið Loft­kastal­ann um smíði nýrr­ar kirkju.

Þá hef­ur Hjör­leif­ur Stef­áns­son arki­tekt verið ráðinn bygg­ing­ar­stjóri og Arna Björg Bjarna­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri Glæðum Gríms­ey, verið feng­in til að hafa yf­ir­um­sjón með verk­efn­inu.

All­ir þess­ir aðilar eiga það sam­eig­in­legt að hafa komið að minja­vörslu­verk­efn­um og end­ur­gerð gam­alla húsa með ein­um eða öðrum hætti.

Nýja kirkj­an verður stærri
Nýja kirkj­an mun hafa aug­ljósa skír­skot­un til þeirr­ar eldri en verður aðeins stærri vegna nú­tímakrafna.

Einnig er horft til þess að nýja kirkj­an nýt­ist til fleiri at­hafna en helgi­halds. Áætlað er að smíða hana að hluta til í landi en reisa hana síðan í Gríms­ey í sum­ar.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að bygg­ing nýrr­ar kirkju sé viðamikið sam­fé­lags­legt verk­efni sem Gríms­ey­ing­ar leggja nú allt kapp á að verði að veru­leika.

Þegar hafa safn­ast fjár­mun­ir til bygg­ing­ar hinn­ar nýju kirkju og eru eyj­ar­skeggj­ar sagðir afar þakk­lát­ir öll­um þeim sem hafa lagt verk­efn­inu lið.

Þeir standa þó frammi fyr­ir þeirri áskor­un að enn vant­ar tölu­vert fé til upp­bygg­ing­ar­inn­ar.

Þeim sem vilja leggja söfn­un fyr­ir nýrri kirkju lið er bent á reikn­ing Miðgarðakirkju, 565-04-250731, kt. 4602692539.

Heimild: Mbl.is