Home Fréttir Í fréttum 05.01.2022 Nýr Landspítali Ástandsmat á húsnæði Landspítala

05.01.2022 Nýr Landspítali Ástandsmat á húsnæði Landspítala

194
0
Mynd: Freyr Arnarson - RÚV

RFI – Ástandsmat á húsnæði Landspítala / Condition assessment of Landspítali’s premises

<>

Ríkiskaup, fyrir hönd Nýs Landspítala, óska eftir  upplýsingum (RFI) vegna opinberra innkaupa.

Með þessu verkefni er kallað eftir upplýsingum (RFI) um hæfan lögaðila eða hæfan hóp samstarfsaðila, sem hafa áhuga á að vinna ástandsmat á húsnæði Landspítala.

Lýsing á verkefninu

Húsnæði Landspítala er um 150 þúsund fermetrar og staðsett á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Þeim fyrirtækjum sem standast þær kröfur sem settar eru fram í þessari lýsingu verður boðið að taka þátt í opinberum innkaupum.

Ástandsmat á tilteknum húsum mun fara fram þegar liggur fyrir að ástandsmat hvers hlutar er nauðsynlegt.

Allar nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.is

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa.

Ástandsmatið nær til viðhaldsástands eignanna og jafnframt eiginleika þeirra til að taka við breyttri starfsemi, sveigjanleika.

Veittar verða ítarlegar upplýsingar um hvernig á að vinna matið, matsþætti og matsstigun hvers matsþáttar.

Jafnframt verður lagt til dæmi um mat á húsnæði Landspítala sem unnið er eftir þeirri aðferðafræði sem beita skal.

Ástandsmat hefst á árinu 2022 og gert ráð fyrir að ástandsmat bygginga taki að jafnaði 4-6 vikur.

Nýr Landspítali setur fyrirvara um það hvaða opinberri innkaupaaðferð er beitt og hvort af innkaupunum verði m.t.t. heimilda.

Auglýst: 10.12.2021 kl. 00:01
Skilafrestur 05.01.2022 kl. 12:00
Opnun tilboða: 05.01.2022 kl. 13:00