Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð, fráveitu- og neysluvatnslagnir, ásamt lögnum fyrir hitaveitu, rafveitu og fjarskiptalagnir vegna fyrirhugaðra framkvæmda stofnræsi frá Kapelluhrauni að Hraunvík
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu „TendSign“ frá og með þriðjudeginum 14. desember og skal tilboðum skilað rafrænt í því kerfi fyrir fimmtudaginn 12. janúar 2022.
Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur, en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Helstu magntölur eru:
- Lagnaskurðir fráveitu 1.700 m
- Ø500 ræsi 1.160 m
- Ø400 ræsi 525 m
- Rúmmál uppúrtektar 33.000 m3
- Rúmmál klappar 29.000 m3
- Aðfluttar fyllingar 1.000 m3
- Skurður veitustofnanna 190 m
Verklok eru 30. september 2022 með áfangaskilum 15. maí 2022.