Home Í fréttum Niðurstöður útboða 800 milljóna uppbygging á Akranesi

800 milljóna uppbygging á Akranesi

357
0
Það verður blanda af sérbýlum og fjölbýlishúsum á Sementsreitnum Akranesi.

Til stendur að byggja alls 400 íbúðir á Sementsreitnum á Akranesi.

<>

Tillaga frá Fastefli ehf., sem nam rúmlega 800 milljónum, fékk hæstu einkunn varðandi tilboð í verkið „Byggingaréttur á Sementsreit á Akranesi” – uppbyggingarreit C og D, en ARKÍS arkitektastofa hannaði vinningstillöguna. Þrjú önnur tilboð bárust í verkið. Skagafréttir greina frá þessu.

Um er að ræða byggingarétt á fjöleignarhúsum á þremur hæðum auk bílakjallara á fjórum lóðum á uppbyggingarreit D og á tveimur lóðum á uppbyggingarreit C, líkt og kemur fram í Skagafréttum.

Gert er ráð fyrir alls 108 íbúðum í þessum áfanga, en til stendur að byggja alls 400 íbúðir á reitnum auk þjónustuhúsnæðis. Öllum lóðunum er úthlutað til sama aðila.

Í umsögn matsnefndar um vinningstillöguna segir að tillagan sé fallega unnin, spennandi og gefi góð fyrirheit um áframhaldandi byggð á Sementsreit.

Í umsögninni segir meðal annars: „Vel er unnið með staðaranda og leitast við að tengja útlit við byggð í bænum. Uppbrot og efnisnotkun er skemmtileg með tilvísanir í nærumhverfi og þekktar byggingar.”

Heimild: Vb.is