Home Fréttir Í fréttum Hæstiréttur fjallar um brunadeilu Pennans og VÍS

Hæstiréttur fjallar um brunadeilu Pennans og VÍS

82
0
Verslun Griffils í Skeifunni gjöreyðilagðist í stórbruna árið 2014. mbl.is/Eva Björk

Hæstirétt­ur Íslands hef­ur samþykkt mál­skots­beiðni Vá­trygg­ing­ar­fé­lags Íslands (VÍS) í máli gegn Penn­an­um.

<>

Það varðar dóms­mál er Penn­inn höfðaði í júní 2019 á hend­ur VÍS til greiðslu bóta úr rekstr­ar­stöðvun­ar­trygg­ingu vegna tjóns sem hann varð fyr­ir í júlí 2014 þegar hús­næði sem hann hafði á leigu und­ir starf­semi versl­un­ar­inn­ar Griff­ils brann. Penn­inn hafði svo bet­ur í Lands­rétti.

Fram kem­ur á vef Hæsta­rétt­ar, að bóta­upp­gjör vegna tjóns­ins hafi farið fram 23. júlí 2015. Penn­inn mót­mælti upp­gjör­inu í ág­úst 2015 þar sem hann taldi tjón sitt ekki að fullu bætt og gerði kröfu um greiðslu eft­ir­stöðva bóta.

Í héraðsdómi var sak­ar­efni máls­ins skipt þannig að fyrst var dæmt um varn­ir VÍS sem byggðust á fyrn­ingu. Héraðsdóm­ur taldi að Penn­inn hefði haft all­ar nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar um þau at­vik sem voru grund­völl­ur kröf­unn­ar þegar hann setti fram bóta­kröfu sína 31. des­em­ber 2014, sbr. 1. mgr. 52. gr. laga um vá­trygg­ing­ar­samn­inga.

Kröf­una setti hann fram í kjöl­far út­reikn­inga end­ur­skoðenda á áætlaðri fram­legð sinni á vá­trygg­ing­ar­tíma­bil­inu. Fyrn­ing­ar­frest­ur­inn hafi því byrjað að líða 1. janú­ar 2015 og kraf­an fall­in niður fyr­ir fyrn­ingu.

Með dómi Lands­rétt­ar var niður­stöðu héraðsdóms snúið við. Talið var að þau at­vik er lægju til grund­vall­ar bóta­kröfu úr trygg­ing­unni kæmu í fyrsta lagi fram þegar ljóst væri hvort rekst­ur hæf­ist að nýju.

Eft­ir gögn­um máls­ins þótti liggja fyr­ir að í janú­ar 2015 hefði enn verið „til skoðunar hjá aðilum hvort unnt væri að end­ur­reisa rekst­ur“ versl­un­ar­inn­ar og voru nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar í skiln­ingi ákvæðis­ins því ekki tald­ar hafa verið komn­ar fram fyr­ir þann tíma. Að þessu virtu var fyrn­ing­ar­frest­ur kröf­unn­ar ekki tal­inn hafa byrjað að líða fyrr en í árs­lok 2015 og kraf­an því ófyrnd.

VÍS bygg­ir á að úr­slit máls­ins hafi veru­legt al­mennt gildi um skýr­ingu á 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/​2004 að því er varðar upp­hafs­tíma fyrn­ing­ar kröfu úr skaðatrygg­ingu, þar með talið rekstr­ar­stöðvun­ar­trygg­ingu.

Þá vís­ar hann til þess að málið varði sér­stak­lega mik­il­væga hags­muni sína, auk þess sem dóm­ur Lands­rétt­ar sé ber­sýni­lega rang­ur að efni til. Niðurstaða Lands­rétt­ar leiði til þess að hinum vá­tryggða sé veitt færi á að ákveða ein­hliða upp­haf fyrn­ing­ar­frests.

Niðurstaðan fari gegn því meg­in­sjón­ar­miði sem búi að baki fyrn­ing­ar­regl­um kröfu­rétt­ar að vernda hags­muni bæði kröfu­hafa og skuld­ara með réttarör­yggi að leiðarljósi.

Mjög mik­il­vægt sé að fá niður­stöðu Hæsta­rétt­ar um hvort all­ir bótaliðir sam­kvæmt trygg­ingu þurfi að vera komn­ir fram og end­an­legt um­fang tjóns liggi þannig fyr­ir áður en upp­haf fyrn­ing­ar­frests geti haf­ist. Loks tel­ur hann að niðurstaða Lands­rétt­ar hafi verið byggð á máls­ástæðu sem gagnaðili hafi hvorki byggt á í héraði né þar fyr­ir dómi.

Þrír dóm­ar­ar við Hæsta­rétt sammþykktu áfrýj­un­ar­leyfið á þeim grunni að líta verður svo á að dóm­ur í mál­inu kunni að hafa for­dæm­is­gildi um upp­hafs­tíma fyrn­ing­ar­frest skaðatrygg­inga þannig að full­nægt sé skil­yrðum 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/​1991.

Heimild: Mbl.is