Home Fréttir Í fréttum Húsnæðisliðurinn er bastarður verðbólgunnar – Staða mála minnir á 2003 til 2005

Húsnæðisliðurinn er bastarður verðbólgunnar – Staða mála minnir á 2003 til 2005

89
0

Ef húsnæðisliðurinn væri ekki inn í verðbólgumælingum Hagstofu Íslands væri verðbólgan nú 0,3 prósent, en ekki 1,8 prósent. Þannig má líkja honum við bastarð hvað verðbólgumælingarnar varðar þessi misserin.

<>

Í Peningamálum Seðlabanka Íslands, sem komu út í síðustu viku, er stöðu mála nú líkt við þróun mála í hagkerfinu á árunum 2003 til 2005. Þá hafði mikil og hröð hækkun húsnæðisverðs, ekki síst eftir að bankarnir hófu að lána 100 prósent lán haustið 2004, áhrif á verðbólgu til hækkunar. Á einungis fjórum mánuðum lánuðu bankarnir 115 milljarða til kaupa á húsnæði og tóku raunar alveg yfir það hlutverk að veita ný húsnæðislán. Húsnæðisverð rauk upp, og verðbólgan samhliða. Lánin voru að langmestu verðtryggð, og með hagstæðustu vöxtum sem þá þekktust; 4,15 prósent.

Samhliða þessari þróun var síðan almennur uppgangur í efnhagslífinu og fordæmalaus ofþensla hjá bæði hinu opinbera og á einkamarkaði. Óþarfi er, í þessari grein, að rekja til fulls afleiðingarnar, en í stuttu máli lauk skeiðinu með fordæmalausri neyðarlagasetningu og allsherjarhruni bankanna 7. til 9. október 2008.

Heimild: Kjarninn.is