Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við kirkjugarð Höskuldsstaðasóknar

Framkvæmdir við kirkjugarð Höskuldsstaðasóknar

106
0
Höskuldsstaðakirkja. Mynd: Kirkjukort.net

Sóknarnefnd Höskuldsstaðasóknar ætlar að ráðast í framkvæmdir við kirkjugarðinn. Fylla á upp í jarðvegssig, uppræta snarrót og annað illgresi, grisja trjágróður og lagfæra garðflöt og tyrfa. Einnig á að lyfta upp og rétta við fallin minnismerki, fjarlægja ónýta leiðisramma og annað til fegurðar kirkjugarðsins.

<>

Í auglýsingu frá sóknarnefndinni eru þeir sem hafa eitthvað við framkvæmdina að athuga eða óska eftir að láta fjarlægja steypta leiðisramma sem ekki eru ónýtir, vinsamlegast beðnir um að hafa samband við formann sóknarnefndar, Björgu Bjarnadóttur í Ömmuhúsi í síma 452 4329 eða 844 1106 eða í netfangið boggasolvab@gmail.com innan átta vikna.

Heimild: Húni.is