Home Fréttir Í fréttum „Mér finnst hugmynd Sigmundar Davíðs um viðbyggingu við Alþingi stórfín“,

„Mér finnst hugmynd Sigmundar Davíðs um viðbyggingu við Alþingi stórfín“,

193
0
Teikning frá Guðjóni Samúelssyni

„Mér finnst hugmynd Sigmundar Davíðs um viðbyggingu við Alþingi stórfín“, segir Hjálmar Gíslason frumkvöðull og stofnandi Datamarket á Facebook og blandar sér í umræðuna um viðbyggingu við Alþingishúsið sem hefur verið frekar hávær síðustu daga.

<>

Nokkuð hart hefur verið tekist á um málið og á meðan Illugi segir að um minnisvarða Sigmundar sé að ræða bendir annar reyndur fjölmiðlamaður á, Þorfinnur Ómarsson, að mikilvægt sé að skoða hugmyndirnar með opnum huga en ekki út frá því hver leggi þær fram. Sé tekið mið af umræðunni líti það út fyrir að flestir séu á móti byggingunni vegna þess að þeir eru ekki sammála pólitískum skoðunum forsætisráðherra.

Forsaga málsins er sú að þann 1. apríl greindi Eyjan frá því að ríkisstjórnin hefði afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra um að byggt yrði við Alþingishúsið viðbygging eftir hönnun Guðjóns Samúelssonar sem var húsameistari ríkisins til 1950. Tilefnið fyrir tillögunni er hvernig eigi að minnast aldarafmælis fullveldis Íslands eftir rúm þrjú ár. Telur Sigmundur viðeigandi að lokið verði við uppbyggingu á Alþingisreitnum fyrir þann tíma. Sé það verkefni sem hefði verið klárað ef fjárhagur hefði leyft árið 1918.

Illugi Jökulsson rithöfundur fjallar um tillögu Sigmundar og segir á Eyjunni að Sigmundur sé með þessu aðeins að huga að eigin arfleið og reisa sér minnisvarða. Hugmynd hans sé með ólíkindum, að reisa hús á reitnum eftir hundrað ára gömlum teikningum Guðjóns.

”Vonandi þarf ekki að eyða mjög mikilli orku í að ýta hugmyndinni um hið hundrað ára gamla Alþingishús út af borðinu.“

Sigmundur svaraði gagnrýnisröddunum með stuttri kveðju á Fésbókarsíðusinni í gær. Þar deildi hann myndum sem sýna endurreisn miðborgarinnar í Dresden eftir stríð. Benti Sigmundur á að frúarkirkjan frá árinu 1726 hefði verið endurreist fyrir tíu árum og væri nú mikið aðdráttarafl. Miðborgin yrði svo endurbyggð í kringum kirkjuna.

”Mikill fjöldi fólks kemur nú til Dresden á hverjum degi og leggur leið sína í Frúarkirkjuna en þó sérstaklega á páskum. Vegna sögu sinnar er kirkjan orðin sérstakt tákn um endurreisn og frið.“

Egill Helgason fjallar um skrif Sigmundar og bendir á að Reykjavík hafi aldrei verið jöfnuð við jörðu í stríði.

„Hún byggðist að mestu leyti upp á 20. öld í anda þeirra hugmynda sem þá voru uppi í arkitektúr. Því er byggðin í Reykjavík eins og sýnishorn um ólíka stíla í byggingarlist – þar sem í raun enginn stíll hefur náð yfirhöndinni. Íslenskir arkitektar komu líka úr ýmsum áttum, það var aldrei neinn sérstakur íslenskur arkitektaskóli eða -stefna,“ segir Egill og bætir við:

”Hver er þá þörfin fyrir að byggja hús eftir gömlum teikningum í Reykjavík – eða rökin fyrir því? Það eru ekki sprengjuárásir eins og í Dresden. Þar er ekki hliðstæða. Þetta hlýtur þá frekar að byggjast á því að arkítektúrinn sé svo vondur og að borgin hafi mótast um of á tíma þegar vondar hugmyndir voru allsráðandi í arkitektúr og skipulagi – eins og hjá kommunum í Dresden á sínum tíma.“

Hjálmar er ósammála Agli og segir alvanalegt að byggja nútímaleg hús nokkurn veginn í þessum stíl í miðbæjum á norðurlöndunum. Húsin geti bæði verið praktísk og uppfyllt nútímakröfur þó ytra byrði sé í þessum gamla stíl. Þá segir Hjálmar að fleiri hús í þessum stíl myndu þétta og fegra miðbæinn.

Hótelið á horni Aðalstrætis og Túngötu og endurbyggðu húsin á horni Austurstrætis og Lækjargötu eru góð dæmi um það. Minnir mann líka á þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var skarpgreindi skipulagsfræðingurinn sem talaði af viti innan um leiðinlegu pólitíkusana í Silfri Egils.

Heimild: Eyjan