Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Skagafjörður semur við Uppsteypu ehf. vegna Sundlaugar Sauðákróks, áfanga 2

Skagafjörður semur við Uppsteypu ehf. vegna Sundlaugar Sauðákróks, áfanga 2

220
0
MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS

Úr fundargerð Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks þann 17 nóvember 2021

<>

1.Sundlaug Sauðákróks, áfangi 2, uppskipting útboðs – verkefnis.
2106165

Lögð fram fundargerð dagsett 9. nóvember 2021 vegna opnunar tilboða í útboðsverkið “Sundlaugin á Sauðárkróki – Áfangi 2 – Uppsteypa”.

Tvö tilboð bárust í verkið, annars vegar frá Friðriki Jónssyni ehf. sem bauð 214.981.032 kr. (109,00%) og hins vegar frá Uppsteypu ehf. sem bauð 189.053.555 kr. (95,8%) í verkið. Kostnaðaráætlun var 197.243.581 kr.

Allar fjárhæðir eru með virðisaukaskatti. Engar athugasemdir komu fram fyrir né eftir opnun tilboðanna.

Búið er að fara yfir tilboðin og fundust engar villur.

Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að taka tilboði Uppsteypu ehf. og vísar ákvörðuninni til afgreiðslu byggðarráðs.

Jafnframt heimilar nefndin Steini L. Sveinssyni, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að tilkynna í lok athugasemdarfrests að tilboðinu verði tekið.

Heimild: Skagafjordur.is