Home Fréttir Í fréttum Hótel Ísafjörður: Framkvæmdir við stækkun að hefjast

Hótel Ísafjörður: Framkvæmdir við stækkun að hefjast

177
0

Stækkun á fyrstu hæð Hótels Ísafjarðar hefst á næstu dögum segir Daníel Jakobsson einn eiganda hótelsins.

<>

Byggð verður um 120 fermetra viðbygging vestan megin. Þar verður nýr inngangur og skipulagi allrar hæðarinnar verður breytt.

Myndir af væntanlegum matsal (efri mynd) og setstofu (neðri mynd).

Jafnframt verður ráðist í nauðsynlegar endurbætur þar með talið nýtt loftræstikerfi.

Veitingarsalurinn stækkar og tekur fleiri gesti eða allt að hundrað og fimmtíu manns. Kostnaður við þennan áfanga er áætlaður á annað hundrað milljónir króna.

Daníel segir að vonast sé til þess að framkvæmdum ljúki næsta haust. Að þeim loknum verði farið að huga að því að stækka fimmtu hæðina fyrir aðstöðu fyrir gufubað og heita potta.

Heimild: BB.is