Home Fréttir Í fréttum 10.12.2021 Garðabær. Byggingarréttur 26 parhúsalóða í Kumlamýri á Álftanesi

10.12.2021 Garðabær. Byggingarréttur 26 parhúsalóða í Kumlamýri á Álftanesi

477
0
Parhúsalóðir í Kumlamýri á Álftanesi

Garðabær auglýsir til sölu byggingarrétt 26 parhúsalóða í Kumlamýri á Álftanesi.

<>

Heildarskipulag svæðisins miðar að því að framtíðarbyggð verði í sem bestu samræmi við umhverfið og taki mið af hugmyndinni um Álftanes sem „sveit í borg“. Þannig er gert ráð fyrir lifandi og fjölbreyttri byggð í góðum tengslum við skóla og útivistarsvæði.

Kumlamýri, ný gata, liggur í suðurátt frá Suðurnesvegi og frá henni kvíslast botnlangar.

Parhús við Kumlamýri verða áþekk einbýlishúsum í útliti með mæni og nýtanlegu risi. Parhúsin eru staðsett saman í þyrpingu með sameiginlegu götu- og íverusvæði í miðju. Húsin verða 1 hæð og ris.

Einungis einstaklingar geta gert tilboð í lóðirnar og þurfa tveir einstaklingar saman að gera sameiginlegt tilboð í tvær samliggjandi parhúsalóðir og eru sameiginlega ábyrgir fyrir greiðslu byggingarréttargjalds fyrir báðar lóðirnar. Tilboðsfjárhæð í hvora lóð skal vera sú sama í báðum tilvikum.

Óskað er eftir tilboðum í óskilgreindar samliggjandi lóðir og getur sami einstaklingurinn aðeins boðið í eina lóð.

Tilboð í byggingarrétt þarf að berast í lokuðu umslagi, merkt ,,Kumlamýri – parhúsalóð”, á bæjarskrifstofur Garðabæjar fyrir kl. 12:00 föstudaginn 10. desember 2021 og skulu tilboð gilda í fjórar vikur frá opnun tilboða. Tilboð verða opnuð og tekin fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar sem hefst kl. 08:00 þriðjudaginn 14. desember 2021.

Þeir tveir einstaklingar sem eiga hæsta sameiginlega tilboð í tvær samliggjandi lóðir fá fyrsta rétt til að velja lóðir á svæðinu. Næsta valrétt eiga þeir sem eiga næsthæsta tilboð og svo koll af kolli.
Þeir tilboðsgjafar sem ekki fá valrétt eru settir á biðlista.

Fylgigögn:

Deiliskipulag
Greinargerð með deiliskipulagi (vísar á vef Skipulagsstofnunar)
Úthlutunarskilmálar
Tilboðsblað

Heimild: Garðabær.is