Home Fréttir Í fréttum Seljast upp á mettíma

Seljast upp á mettíma

184
0
Í fyrsta áfanga fóru íbúðir á Grensásvegi 1D og 1E í sölu. Á reitnum verða íbúðir og atvinnuhúsnæði. mbl.is/Baldur

Eft­ir­spurn eft­ir íbúðum á tveim­ur þétt­ing­ar­reit­um í Skeif­unni ann­ars veg­ar og Voga­byggð hins veg­ar þykir vitna um skort á íbúðum.

<>

Í fyrsta lagi er búið að selja 43 af 50 íbúðum á Grens­ás­vegi 1 í Reykja­vík.

Íbúðirn­ar fóru í sölu föstu­dag­inn 5. nóv­em­ber og var ríf­lega helm­ing­ur seld­ur mánu­dag­inn eft­ir fyrstu helg­ina, eða 26 íbúðir.

Síðan hafa 17 íbúðir selst til viðbót­ar og eru því sjö íbúðir af 50 óseld­ar.

Alls verða um 200 íbúðir á reitn­um og skrif­stofu- og at­vinnu­hús­næði.

Finn­bogi Hilm­ars­son, lög­gilt­ur fast­eigna­sali hjá Heim­ili fast­eigna­sölu, seg­ir all­ar tveggja her­bergja íbúðirn­ar og stúd­íó­í­búðirn­ar í hús­inu hafa selst sam­dæg­urs.

Hefðu getað selt tvö­falt meira
„Við hefðum getað selt tvö­falt fleiri tveggja her­bergja íbúðir. Slík var eft­ir­spurn­in,“ seg­ir Finn­bogi. Kaup­end­ur þess­ara íbúða séu jafn­an fyrstu kaup­end­ur en mik­ill skort­ur sé á íbúðum fyr­ir þann hóp.

Finn­bogi bend­ir á að hluti íbúðanna sé með kvöðum frá Reykja­vík­ur­borg um kauprétt til Fé­lags­bú­staða og leigu­fé­laga; hluti seldra íbúða sé til þeirra.

„Skort­ur á íbúðum ger­ir það að verk­um að marg­ir eru til­bún­ir [að kaupa íbúðir]. Svo finn­ur maður líka að marg­ir eru þreytt­ir. Hafa boðið í marg­ar eign­ir án þess að fá.

Ég hef starfað við fast­eigna­sölu í mörg ár en hef aldrei starfað í slík­um skorti. Það vant­ar svo marg­ar íbúðir á markaðinn, sér­stak­lega minni íbúðir,“ seg­ir Finn­bogi.

Meg­in­skýr­ing­in á skort­in­um sé að ekki hafi verið byggðar nógu marg­ar íbúðir. Þá sér­stak­lega fyr­ir fyrstu kaup­end­ur.

„Þess vegna eru sveit­ar­fé­lög­in [í kring­um höfuðborg­ar­svæðið] sprung­in. Allt í einu er allt upp­selt á Sel­fossi, Þor­láks­höfn, Hvera­gerði og í öðrum sveit­ar­fé­lög­um í ná­grenni höfuðborg­ar­svæðis­ins,“ seg­ir hann.

Heimild: Mbl.is