Home Fréttir Í fréttum 07.12.2021 Kópavogsbær. Vallakór 14 – Sjónsteypa. Uppsteypa stoðveggja og brúar

07.12.2021 Kópavogsbær. Vallakór 14 – Sjónsteypa. Uppsteypa stoðveggja og brúar

300
0

Verk þetta felst í uppsteypu undirstaða og ~4 m hárra stoðveggja ofan á þær, sem og í uppsteypu u.þ.b. ~3 m langrar tengibrúar milli stoðveggja og eldri húsveggs.

<>

Allt steypuvirki, sem verður sýnilegt, að loknum seinni tíma yfirborðsfrágangi lóðar, skal vera með sjónsteypuáferð og yfirborðsfrágangi skv. verklýsingu.

Áskilin er reynsla bjóðenda af uppsteypu sjónsteypuveggja og skulu þeir á tilboðsblaði benda á minnst eitt slíkt verk sem þeir hafa staðið að.

Staðsetning stoðveggja verður á austurhlið Kórsins og aðeins suður fyrir hús í gryfju sem búið er að grafa frá jarðhæð niður fyrir kjallaragólf.

Aðkoma að gryfju er gegnum keyrsluhæfan rampa og einnig beint gegnum u.þ.b. 2m breiða rás frá malbikuðu plani í kjallarahæð á suðurhlið.

Steyptar undirstöður grundist á burðarhæfum púða úr frostfríu fyllingarefni sem verkkaupi hefur fulllokið við (hefur staðist plötupróf) áður en uppsteypuverktaki kemur að verki.

Í gryfjubotni, undir fyrirhugaðri brú, er til staðar timburstigi sem er virk flóttaleið frá núverandi skólahúsnæði Hörðuvallaskóla á jarðhæð.

Hluti af vinnu verktaka er að fjarlægja flóttastiga samhliða brúarsmíði og þarf að tímasetja framkvæmd þannig að flóttaleið haldist ávallt greið á skólatíma.

Samtímaverk verkkaupa á verktíma er ísetning glugga og útihurða í kjallara og vinna við gluggaflasningar og einangrun og utanhússklæðningu kjallaraveggja.

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem gerðar og aðilar verða að uppfylla eru aðgengilegar í rafræna útboðskerfinu TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/

Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en kl. 11:00, þriðjudaginn 7. desember 2021.