Home Fréttir Í fréttum Mygla í Hagaskóla

Mygla í Hagaskóla

144
0
Mynd: RÚV

Mygla hefur greinst í Hagaskóla og þarf að fella niður kennslu í 8. bekk skólans á morgun vegna þessa.

<>

Ráðast á strax í aðgerðir til að uppræta mygluna og klæða allan skólann að utan næsta sumar.

Grunur kviknaði í lok október að allt væri ekki með felldu í norðaustur álmu skólans.

Verkfræðistofan Efla var fengin til að kanna málið og skilaði frumniðurstöðum sínum í dag.

Í tölvupósti frá aðstoðarskólastjóra Hagaskóla til aðstandenda barna í skólanum kemur fram að í ljós hafi komið við rannsóknina að mygla hafi fundist í múr þar sem leki varð í stofu 8. bekkjar.

„Búið er að virkja alla ferla í dag og vinna við undirbúning á framkvæmdum hefst strax á morgun.

Allt skemmt byggingarefni verður fjarlægt og nýtt sett í staðinn. Í sumar verður skólinn svo allur klæddur að utan.

Af þessum sökum mun kennsla í 8. bekk falla niður á morgun, fimmtudag. Kennarar munu mæta til vinnu í fyrramálið, hefja undirbúning fyrir hreinsunarstarf og undirbúa næstu skref varðandi kennslu.“ segir í tölvupóstinum.

Á næstu dögum á að funda með sérfræðingum og upplýsa foreldra um næstu skref. Kennsla fer ekki fram í þessum hluta skólans fyrr en ráðist hefur verið í endurbæturnar.

Þetta er ekki fyrsti skólinn þar sem mygla greinist. Mikið hefur verið fjallað um málefni Fossvogsskóla en mygla hefur einnig greinst í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, í Breiðholtsskóla, Ártúnsskóla og Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík.

Þá hefur einnig greinst mygla í skólum í Mosfellsbæ, Kópavogi, Akureyri og víðar.

Heimild: Ruv.is